Hægt er að setja upp margar mælieiningar fyrir vöru þannig að hægt sé að úthluta mælieiningum til vörunnar í eftirfarandi tilgangi:

Til að setja upp mælieiningu

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna spjald vörunnar sem á að setja upp aðra mælieiningu fyrir.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Vara, skal velja hnappinn Mælieiningar. Þá birtist glugginn Mælieiningar vöru.

    Ef reiturinn Grunnmælieining á birgðaspjaldinu er fylltur út, hefur sú mælieining þegar verið sett upp.

  4. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Ný auð lína er sett inn.

  5. Í reitnum Kóði, setjið inn heiti mælieiningarinnar. Að öðrum kosti skal velja reitinn til að velja úr mælieiningarkóðum í gagnagrunninum.

  6. Í reitnum Magn á mælieiningu, tilgreinið hversu margar grunnmælieiningar varan inniheldur.

    Hægt er að rita tugatölur sem eru ýmist lægri eða hærri en 1. Til að sjá dæmi um áhrif á þennan reit, sjáið reitinn Magn á mælieiningu.

  7. Eindurtakið skref 4 til 6 til að setja upp allar aðrar mælieiningar sem nota á í mismunandi ferlum fyrir þessa vöru.

Nú er hægt að nota aðrar mælieiningar í innkaupa-, framleiðslu- og söluskjölum. Sjá Hvernig á að færa inn sjálfgefna mælieiningakóta fyrir innkaupafærslur og sölufærslur eða Hvernig á að nota mælieiningu framleiðslukeyrslu fyrir frekari upplýsingar.

Ábending

Sjá einnig