Þegar selt er til erlendra viðskiptavina er hægt að tilgreina mælieininguna á viðeigandi tungumáli. Þetta er hægt að gera þegar búið er að setja upp nauðsynlega mælieiningatexta.
Setja upp mælieiningatexta
Í reitnum Leita skal færa inn Mælieiningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Velja þarf tungumálakótann sem setja á upp texta fyrir.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Eining, skal velja Þýðingar.
Í reitnum Tungumálskóti er felliörin valin til að skoða lista yfir tiltæka tungumálakóta. Valinn er sá tungumálskóti sem setja á inn þýðingu fyrir og síðan er smellt á Í lagi til að afrita kótann í reitinn.
Í reitinn Lýsing er færður inn viðeigandi texti.
Þetta er endurtekið fyrir þá mælieiningarkóta og tungumál sem setja á inn þýðingar á.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |