Hægt er að setja upp flutningsleiðir og úthluta sjálfgefnum millifærslukóta og þjónustukóta flutningsaðila. Afhendingartíminn sem flutningsþjónustan gefur upp er notaður til að reikna út móttökudagsetningu á staðnum sem millifæra á til.

Til athugunar
Áður en flutningsleiðir eru settar upp verður að setja upp nauðsynlega millifærslukóta.

Uppsetning flutningsleiða

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Millifærsluleiðir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Millifærsluleiðir á flýtiflipanum Valkostir skal tilgreina hvaða kótar á að sýna í glugganum Millifærsluleiðir - fylki.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Sýna fylki. Glugginn Millifærsluleiðafylki opnast.

  4. Til að stofna eða breyta flutningsleið, skal velja hólf í fylkinu sem táknar samsetninguna á áfanga- og upphafsbirgðageymslunum sem um ræðir.

  5. Í glugganum Skilgreining flutningsleiðar skal fylla inn í reitina Millifærslukóti, Flutningsaðili og Flutningsþjónusta.

Ábending

Sjá einnig