Áður en vörur er sendar milli birgðageymslna um flutningsleiðir verður að setja upp millifærslukóta.
Þegar millifærslupöntun er bókuð eru vörurnar í þeirri línu ekki lengur tiltækar í einni af birgðageymslunum heldur eru í millifærslu. Vörurnar í línunni eru í bráðabirgða, ímyndaðri birgðageymslu sem lýst er með einum af millifærslukótunum.
Millifærslukótarnir eru settir upp á birgðageymsluspjaldinu. Hægt er að setja upp eins marga millifærslukóta og þurfa þykir.
Uppsetning millifærslukóta
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Stofnið nýtt birgðageymsluspjald. Fylla verður út í reitina Kóti og Heiti.
Velja skal reitinn Nota sem millifærslu.
Þetta ferli er endurtekið til að setja upp eins marga millifærslukóta og þörf krefur.
Ábending |
---|
Einn eða tveir kótar gætu dugað, til dæmis einfaldlega “Millifærsla” eða tveir tengdir kótar: “Eiginbilar” fyrir vörur sem fluttar eru með bílum í eigu fyrirtækisins, og “Aðrir” fyrir vörur sem utanaðkomandi aðilar flytja. Einnig er hægt að setja upp millifærslukóta sem gefa eitthvað til kynna um millifærslutilhögunina, til dæmis Aukatrygging fyrir aukatryggingu. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |