Áður en vörur er sendar milli birgðageymslna um flutningsleiðir verður að setja upp millifærslukóta.

Þegar millifærslupöntun er bókuð eru vörurnar í þeirri línu ekki lengur tiltækar í einni af birgðageymslunum heldur eru í millifærslu. Vörurnar í línunni eru í bráðabirgða, ímyndaðri birgðageymslu sem lýst er með einum af millifærslukótunum.

Millifærslukótarnir eru settir upp á birgðageymsluspjaldinu. Hægt er að setja upp eins marga millifærslukóta og þurfa þykir.

Uppsetning millifærslukóta

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofnið nýtt birgðageymsluspjald. Fylla verður út í reitina Kóti og Heiti.

  3. Velja skal reitinn Nota sem millifærslu.

Þetta ferli er endurtekið til að setja upp eins marga millifærslukóta og þörf krefur.

Ábending
Einn eða tveir kótar gætu dugað, til dæmis einfaldlega “Millifærsla” eða tveir tengdir kótar: “Eiginbilar” fyrir vörur sem fluttar eru með bílum í eigu fyrirtækisins, og “Aðrir” fyrir vörur sem utanaðkomandi aðilar flytja. Einnig er hægt að setja upp millifærslukóta sem gefa eitthvað til kynna um millifærslutilhögunina, til dæmis Aukatrygging fyrir aukatryggingu.

Ábending

Sjá einnig