Hvernig gengið er frá frálagi úr framleiðslu fer eftir því hvernig vöruhúsið er sett upp sem birgðageymsla.

Fyrsti áfanginn í stofnun birgðafrágangs er að stofna innleiðarbeiðni í vöruhúsi. Þessi beiðni lætur vöruhúsið vita að frálag framleiðslupöntunar sé tilbúið til frágangs. Einhver sem vinnur í vöruhúsinu og stofnar birgðafráganga getur þá séð að framleiðslupöntunin er tilbúin og getur stofnað birgðafráganginn fyrir frálagið.

Í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu þar sem birgðageymslan er sett upp þannig að krafist sé frágangsvinnslu en ekki móttökuvinnslu er skjalið Birgðafrágangur notað til að skipuleggja og skrá frágang á frálagi.

Í ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu þarf birgðageymslan bæði frágangsvinnslu og móttökuvinnslu er hægt að stofna annaðhvort innanhúss frágangsskjal eða hreyfingarskjal til að ganga frá frálaginu.

Stofna innleiðarbeiðni í vöruhúsi:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Útgefna framleiðslupöntun og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í framleiðslupöntuninni sem er tilbúin til frágangs, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Vöruhús, skal velja Stofna vöruh.beiðni á innleið.

Einnig er hægt að stofna vöruhúsabeiðnin á innleið sjálfkrafa þegar framleiðslupöntun er endurnýjuð. Nánari upplýsingar eru í reitnum Stofna innleiðarbeiðni í glugganum Endurnýja framleiðslupöntun.

Gengið frá frálagi með Birgðafrágangi

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðafrágangur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Nýr birgðafrágangur er stofnaður.

  3. Til að komast í frálag framleiðslupöntunarinnar, í Aðgerðir flipanum í Aðgerðirflokknum, skal velja Sækja upprunaskjöl og síðan velja útgefna framleiðslupöntunina.

  4. Frágangslínurnar eru fylltar út. Ef prenta á frágangslista er hnappurinn Prenta valinn.

  5. Þegar línurnar eru tilbúnar til bókunar er farið á flipann Aðgerðir , flokkinn Bókun og Bóka valið. Bókunin stofnar nauðsynlegar vöruhúsafærslur og bókar frálag varanna.

Einnig er hægt að stofna Birgðafrágang beint úr útgefnu framleiðslupöntuninni. Frekari upplýsingar eru í Stofna frág./tínslu/hreyfingu í birgðum.

Þegar birgðafrágangur er bókaður er gert ráð fyrir að allar aðgerðir séu bókaðar í samræmi við staðlaðar leiðir, það er, frálagsmagn er bókað í samræmi við síðustu aðgerð. Hægt er að nota frálagsbók til þess að bóka frávik í frálagsmagni og uppsetningar- og keyrslutíma. Ef nauðsynlegt er að gera hlutabókun þegar búið er að stofna birgðafrágang er hægt að gera það fyrir uppsetningartíma og magn fyrir allar aðgerðir, nema þá síðustu. Í því tilviki er síðustu aðgerð stýrt af birgðafrágangi.

Ef aðeins þarf að bóka uppsetningar- eða keyrslutíma við síðustu aðgerð skal stilla frálagsmagn síðustu aðgerðar á 0. Einnig er hægt að velja að bóka ekki síðustu línuna með því að eyða henni.

Gengið frá frálagi með innanhússfrágangi vöruhúss

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innanhúsfrágangur vöruhúss og velja síðan viðkomandi tengil.

    Ný innanhússtínsla vöruhúss er stofnuð.

  2. Í haus nýja innanhússfrágangsins þarf að tilgreina að minnsta kosti kóta birgðageymslu.

  3. Fylla skal út eina línu fyrir hverja vöru sem flytja á í vöruhúsið. Aðeins þarf að fylla út í reitina Vörunr. og Magn.

    Til athugunar
    Þegar valinn er AssistButton í reitnum Vörunr. birtist Innihaldslisti hólfs í staðinn fyrir vörulistann. Það er vegna þess að það á að ganga frá vöru sem er í tilteknu hólfi - Innihaldi hólfs - ekki bara vöru, og þegar er vitað úr hvaða hólfi á að taka vöruna.

  4. Einnig er hægt að smella á Aðgerðir, Aðgerðir, Sækja innihald hólfs til að fylla vinnublaðslínurnar með öllu innihaldi hólfsins eða afmörkuðu innihald hólfa í birgðageymslunni.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir veljið Stofna frágang og þá fara vörurnar sem taka á úr framleiðslunni í frágangsleiðbeiningar og bíða þess að vera geymdar í vöruhúsinu.

Til athugunar
Þegar vöruhúsið er sett upp þannig að það noti beinan frágang og tínslu er vöruhúsið tengt framleiðslunni með sjálfgefnum framleiðsluhólfunum: Inn- og úthólf framleiðslu og opið búðarhólf sem öll eru skilgreind á flýtiflipanum Hólf á birgðageymsluspjaldinu. Þegar frálag framleiðslupöntunar er bókað er frálagið sjálfkrafa sett í hólf framleiðslu á útleið. Sama aðferð og lýst var að framan er notuð til að ganga frá framleiðslufrálaginu nema að í stað þess að nota sjálfgefið hólf vörunnar eru vörurnar færðar eða gengið frá þeim úr hólfi framleiðslu á útleið yfir í sjálfgefið hólf vörunnar.

Til að tilgreina handvirkt hólf til að geyma vörur úr framleiðslufrálagi

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vinnublað hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Hausinn er fylltur út og lína stofnuð fyrir hverja vöru sem flytja á í vöruhúsið.

  3. Reitirnir Kóti frá-hólfs og Kóti til-hólfs eru fylltir út og magnið fært inn í reitinn Magn.

  4. Einnig er hægt að smella á Aðgerðir, Aðgerðir, Sækja innihald hólfs til að fylla vinnublaðslínurnar með öllu innihaldi hólfsins eða afmörkuðu innihald hólfa í birgðageymslunni.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna hreyfingu. Vöruhúsahreyfingaleiðbeiningar með Taka- og Setja-línum eru stofnaðar fyrir starfsmenn vöruhúss.

Til athugunar
Ekki er hægt að færa inn upprunaskjalsnúmerið, s.s. Framleiðslupöntun nr., í skjölin innanhússfrágangur, frágangur eða hreyfing í þessum ferlum.

Ábending

Sjá einnig