Þegar birgðageymslan er sett upp þannig að krafist sé frágangsvinnslu en ekki móttökuvinnslu skal nota fylgiskjalið Birgðafrágangur til að skrá og bóka frágang og afhendingarupplýsingar fyrir upprunaskjölin. Upprunaskjalið á innleið getur verið innkaupapöntun, söluvöruskilapöntun, millifærslupöntun á innleið eða framleiðslupöntun þar sem úttakið er tilbúið til frágangs.

Gengið frá vörum með Birgðafrágangi

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðafrágangur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Ef hefja á vinnu við frágangsskjalið er hægt að opna frágangsskjal sem búið er að stofna eða stofna nýtt tínsluskjal. Nánari upplýsingar um stofnun birgðafrágangs eru í Hvernig á að búa til birgðafrágang.

    Ef opna á frágangsskjal sem þegar hefur verið stofnað skal velja það af listanum Birgðafrágangur.

  3. Ef hólf eru notuð er tilgreint í hvaða hólf á að setja vöruna með því að leggja til sjálfgefna hólf vörunnar í reitnum Hólfakóti í frágangslínunum. Hægt er að skipta um hólf í þessum glugga ef með þarf.

  4. Ef prenta á frágangslista fyrir línurnar í glugganum er farið á flipann Aðgerðir og í flokknum Almennt skal velja Prenta.

  5. Gengið er frá vörunum og upplýsingar um magnið sem gengið var frá færðar inn í reitinn Magn til afgreiðslu.

    Ef setja þarf vörur í einni línu í fleiri en eitt hólf skal nota aðgerðina Skipta línu á flýtiflipanum Línur. Sjá Hvernig á að skipta vöruhúsaaðgerðalínum fyrir nánari upplýsingar um að skipta línum.

  6. Þegar fráganginum er lokið er farið á flipann Aðgerðir , flokkinn Bókun og Bóka valið til að bóka frágangsskjalið.

Í bókunarferlinu bókast móttakan (eða úttakið í framleiðslupöntunum) á upprunaskjalslínum sem gengið hefur verið frá og ef hólf eru notuð í birgðageymslunni stofnar bókunin einnig vöruhúsafærslur til að bóka magnbreytingar í hólfum.

Hægt er að skoða bókaðar frágangsupplýsingar í glugganum Bókaður birgðafrágangur. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Jöfnun, skal velja Bókaður frágangur.

Ábending

Sjá einnig