Opnið gluggann Endurnýja framleiðslupöntun.

Reiknar og uppfærir framleiðslupantanir. Ef vöruhúsið er sett upp til að krefjast tínslu eða frágangs er hægt að stofna vöruhúsabeiðnir fyrir frágang frálags.

Uppskrift framleiðslupöntunar er mynduð úr útreikningi á vöruframleiðsluuppskrift. Kerfið afritar framleiðsluleiðina úr vöruleiðinni í haus framleiðslupöntunarinnar.

Til athugunar
Ekki er heimilt að endurnýja frátekna framleiðslupöntun. Hægt er að endurheimta frátektina eftir að framleiðslupöntunin er endurnýjuð en þá skal hætta við frátektina áður en endurnýjað er.

Til athugunar
Með afmörkunum gefst möguleiki á að endurnýja margar pantanir í einu. Ef t.d. ætti að reikna og uppfæra allar útgefnar framleiðslupantanir væri fært inn Útgefin í afmörkunina Staða og reiturinn Nr. hafður auður.

Valkostir

Stefna tímasetningar: Hér er hægt að skilgreina hvort tímasetningin endurnýist framvirkt eða afturvirkt.

Framvirk tímasetning byrjar á upphafsdagsetningu og heldur áfram að lokadagsetningunni. Afturvirk tímasetning byrjar á lokadagsetningunni og heldur afturábak að gefinni upphafsdagsetningu.

Reikna línur: Hér er sett gátmerki ef forritið á að reikna línur framleiðslupöntunarinnar.

Reikna leiðir: Hér er sett gátmerki ef forritið á að reikna leiðina.

Reikna íhlutaþörf: Hér er sett gátmerki ef forritið á að reikna íhlutaþörfina.

Stofna innleiðarbeiðni í vöruhúsi: Ef vöruhúsið er sett upp þannig að það krefjist frágangsvinnslu en notar ekki beinan frágang og tínslu er sett gátmerki hér til að stofna vöruhúsabeiðni fyrir fráganginn á frálagi framleiðslupöntunarinnar.

Ábending