Fyrir hverja færslubókarlínu sem táknar greiðslu í Greiðsluafstemmingarbók glugganum geturðu opnað Jöfnun greiðslu gluggann til að sjá alla möguleika opinna færslna fyrir greiðsluna og skoðað ítarlegar upplýsingar fyrir hverja færslu um gagnasamsvaranir sem greiðslujöfnun byggir á. Hér er hægt að jafna handvirkt greiðslur eða endurjafna greiðslur sem voru jafnaðar sjálfkrafa á ranga færslu. Frekari upplýsingar um sjálfvirk jöfnun eru í Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun.
Mikilvægt |
---|
Þegar bankareikningurinn sem þú ert að jafna greiðslur fyrir er settur upp fyrir staðbundinn gjaldmiðil, þá sýnir Jöfnun greiðslu glugginn allar opnar færslur í staðbundinn gjaldmiðli, þ.m.t. opnar færslur fyrir skjöl sem voru upphaflega reikningsfærð í erlendum gjaldmiðli. Greiðslur jafnaðar á færslur með umreiknuðum gjaldmiði kunna því að vera bókaðar með annarri upphæð en þeirri sem er á upprunalega skjalinu vegna þess hugsanlega gengismunar sem bankinn og Microsoft Dynamics NAV nota. Því mælum við með því að þú leitir að erlendum gjaldmiðilskóðum í Gjaldmiðilskóti reitnum í Jöfnun greiðslu glugganum til að kanna hvort jafnanir byggi á umreiknuðum gjaldmiðlum. Til að skoða upprunalegu upphæðina á skjalinu í erlenda gjaldmiðlinum og sjá gengið sem er notað, velurðu Jafna færslu nr. reitinn, og svo, á flýtivalmyndinni, velurðu Kafa niður til að opna Viðskm.færslur eða Lánardr.færslur gluggann. Til að bæta við Gjaldmiðilskóti dálkinum skaltu opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og velja svo Velja dálka. Allar leiðréttingar á hagnaði og tapi sem eru nauðsynlegar vegna umreiknings gjaldmiðils eru ekki meðhöndlaðar sjálfvirkt af Microsoft Dynamics NAV. |
Til athugunar |
---|
Ekki er hægt að jafna færslur með öðru merki en merkinu á greiðslunni. Til að loka t.d. bæði kreditreikningi með neikvæðu merki, og tengdum reikningi með jákvæðu merki, verður fyrst að jafna kreditreikninginn við reikninginn, og svo jafna greiðsluna við reikninginn með lægri upphæðinni sem er eftirstandandi. |
Til athugunar |
---|
Aðeins er hægt að jafna greiðslu við einn reikning. Ef þú vilt deila jöfnuninni á margar opnar færslur, t.d. til að jafna fasta greiðslu, þá þurfa opnu færslurnar að vera fyrir sama reikning. Frekari upplýsingar eru að finna í skrefi 7 og 8 í ferlinu fyrir þetta efnisatriði. |
Til að endurskoða eða jafna greiðslur eftir sjálfvirk jöfnun
Í reitnum Leit skal færa inn Greiðsluafstemmingarbækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal greiðsluafstemmingarbók fyrir bankareikning sem á að stemma af greiðslur fyrir. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun.
Í glugganum Greiðsluafstemmingarbók velurðu greiðslu sem á að skoða eða jafna handvirkt við eina eða fleiri opna færslu.
Á flipanum Heim, í flokknum Jöfnun, skal velja Jafna handvirkt.
Í glugganum Jöfnun greiðslu á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja eina af eftirfarandi aðgerðum til að tilgreina hvaða færslur eru birtar.
Aðgerð Lýsing Allar opnar færslur
Allar opnar færslur sem greiðslan getur jafnast við eru sýndar.
Opnar færslur tengds aðila
Aðeins opnar færslur sem eru sérstaklega fyrir tengda aðilann í Reikningur nr. reitnum birtast.
Í þessu yfirliti er listanum yfir opnar færslur fækkað niður í þær sem líklegast er að tengist greiðslunni.
Jafnaðar færslur
Aðeins opnar færslur sem greiðslan er jöfnuð við eru sýndar.
Veljið gátreitinn Jafnað á línunni fyrir opnu færsluna sem á að jafna greiðsluna við.
Greiðsluupphæðin, sem birtist einnig í reitnum Færsluupphæð í glugganum Jöfnun greiðslu, er sett inn í reitinn Jöfnuð upphæð, en hægt er að breyta reitnum, til dæmis ef jafna á upphæðina við nokkrar opnar færslur.
Til að jafna hluta af greiddri upphæð á aðra opna færslu fyrir reikninginn, t.d. til að jafna fastgreiðslu, velurðu Jafnað gátreitinn fyrir línuna. Jafnaða upphæðin er sjálfkrafa dregin frá færsluupphæðinni til að endurspegla dreifinguna á opnu færslunum tveimur.
Til að jafna hluta af greiðslunni á eina eða fleiri opnar færslur sem ekki er til staðar í gagnagrunninum, stofnarðu nýja línu undir línunni fyrir sama reikning, í Jöfnuð upphæð reitnum, slærðu inn upphæðina sem á að jafna á nýju línunni, og stillir svo Jöfnuð upphæð á línunni sem fyrir er.
Endurtakið skref 6, 7 eða 8 fyrir aðrar opnar færslur sem á að jafna hluta eða alla greiðsluupphæðina við.
Þegar farið hefur verið yfir greiðslujafnanir eða handvirkt jafnað ein eða fleiri færslur, á flipanum Heima í Yfirfara velurðu Samþykkja jöfnun.
Jöfnun greiðslu Lokast og í glugganum Greiðsluafstemmingarbók breytist gildið í Áreiðanleiki samsvörunar reitnum í Samþykkt til að tákna að þú hafir móttekið eða handvirkt jafnað greiðsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Jafnað
Jöfnuð upphæð
Áreiðanleiki samsvörunar
Vörpun texta á reikning
Greiðslujöfnunarreglur
Verkhlutar
Hvernig á að endurskoða eða jafna greiðslur eftir sjálfvirka jöfnunHvernig á að flytja inn bankayfirlit
Hvernig á að setja upp reglur fyrir sjálfvirka jöfnun greiðslna
Hvernig á að varpa texta á endurteknar greiðslur á reikninga fyrir sjálfvirka afstemmingu
Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun