Hægt er að færa vörugjöld eins og flutningsgjöld, afgreiðslugjöld og tryggingargjöld inn á sérstaka innkaupareikninga eða á upprunalega innkaupaskjalið þar sem vörurnar sem vörugjaldið tengist eru birtar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa vörugjöld inn á sérstaka innkaupareikninga.
Eftirfarandi ferli útskýrir hvernig á að setja inn vörugjald á fyrirliggjandi innkaupaskjal sem ekki hefur verið bókað sem fullkomlega reikningsfært. Ef innkeyptar vörur og reikningurinn fyrir vörugjaldinu berast samtímis eða ef upprunalega innkaupaskjalið hefur ekki verið fullkomlega bókað enn, þá er þessum leiðbeiningum fylgt.
Sama aðferð á við um innkaupakreditreikninga og reikninga.
Vörugjöld færð inn í upprunalegt innkaupaskjal:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Stofna innkaupapöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupapantanir handvirkt:.
Á flýtiflipanum Línur, í reitnum Tegund, skal færa inn Kostnaðarauki (vöru).
Í reitnum Nr. er valið vörugjaldsnúmer.
Í reitinn Magn er færður inn fjöldi eininga þessa vörugjalds sem hafa verið reikningsfærðar.
Hægt er að færa inn 1, og svo í reitinn Innk.verð, færa inn upphæð gjalda sem voru reikningsfærð. Einnig er hægt að færa inn upphæð, og svo í reitinn Innk.verð er fært inn 1.
Í reitinn Innkaupsverð er fært inn verð á einni einingu af þessu vörugjaldi. Einnig má færa inn 1 allt eftir gildinu í reitnum Magn.
Nú er hægt að úthluta kostnaðaraukanum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að úthluta vörugjöld á innkaupaskjöl.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |