Hægt er að færa kostnaðarauka eins og flutningsgjöld, tryggingargjöld eða afgreiðslugjöld inn á sérstakan reikning eða á innkaupaskjalið þar sem vörurnar sem vörugjöldin tengjast eru birtar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa inn Vörugjöld í upprunalegt innkaupaskjal.
Eftirfarandi ferli útskýrir hvernig á að færa inn vörugjald á sérstakan reikning. Ef sérstakur reikningur berst t.d. fyrir flutningsgjaldi og tengja á þetta vörugjald við vörurnar sem tengjast því er þessari aðferð fylgt.
Vörugjöld færð inn í upprunalegt innkaupaskjal:
Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupareikningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Stofna innkaupareikning. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupareikninga.
Á flýtiflipanum Línur, í reitnum Tegund, skal færa inn Kostnaðarauki (vöru).
Í reitnum Nr. er valið vörugjaldsnúmer.
Í reitinn Magn er færður inn fjöldi eininga þessa vörugjalds sem hafa verið reikningsfærðar.
Hægt er að færa inn 1, og svo í reitinn Innk.verð, færa inn upphæð gjalda sem voru reikningsfærð. Einnig er hægt að færa inn upphæð, og svo í reitinn Innk.verð er fært inn 1.
Í reitinn Innkaupsverð er fært inn verð á einni einingu af þessu vörugjaldi. Einnig má færa inn 1 allt eftir gildinu í reitnum Magn.
Nú er hægt að úthluta kostnaðaraukanum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að úthluta vörugjöld á innkaupaskjöl.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |