Hægt er að færa inn vörugjöld, eins og flutnings- eða afgreiðslugjöld, og tengja þau við vörurnar sem þau tengjast.
Hægt er að færa vörugjaldið inn í kerfið á sérstökum reikning eða á innkaupaskjalinu þar sem vörurnar sem kostnaðurinn tengist eru birtar.
Ef tengja á vörugjald við vörur sem þegar hafa verið bókaðar sem mótteknar sem millifærsla verður að nota aðgerðina Sækja millif.móttökulínur.
Móttökulínur sóttar fyrir kostnaðarauka
Í reitnum Leit skal færa inn Millifærslupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Flutningspöntunin sem á að úthluta kostnaðaraukanum í er opnuð. Línan með kostnaðaraukanum er valin.
Á flýtiflipanum Línur er smellt á Aðgerðir og síðan smellt á Lína og Skipting kostnaðarauka valin. Glugginn Skipting kostnaðarauka (innk.) opnast.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja millfærslumóttökulínur.
Glugginn Millifærslumóttökulínur opnast og birtir lista yfir allar bókaðar millifærslumóttökulínur.
Í listanum yfir bókaða móttöku skal velja línuna eða línurnar sem eiga að fá kostnaðarauka og velja því næst hnappinn Í lagi.
Í glugganum Skipting kostnaðarauka (innk.) veljið hnappinn Í lagi til að úthluta kostnaðarauka til að innkaupaskjals.
Áður en kostnaðaraukanum er úthlutað er hægt að nota aðgerðina til að leggja til úthlutun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að leggja til kostnaðarauka í innkaupaskjölum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |