Úr gluggunum Bókhaldslykill og Fjárhagsfærslur er hægt að nota leitaraðgerð til að finna fjárhagsfærslur fyrir bókuð innkaupa- og söluskjöl sem hafa ekki færslur fyrir skjöl á innleið og tengjast miðlægt við fyrirliggjandi færslur eða stofna nýjar með viðhengdum skrám.

Hvernig á að finna bókuð fylgiskjöl án færslu skjals á innleið

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið línu fyrir þann fjárhagsreikning þar sem skoða á fjárhagsfærslur og bókuð innkaupa- og söluskjöl án færslna fyrir skjöl á innleið.

  3. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Reglubundnar aðgerðir skal velja Bókuð fylgiskjöl án skjals á innleið.

  4. Að öðrum kosti skal velja Fjárhagsfærslur úr flokknum Reikningur á flipanum Færsluleit.

  5. Í glugganum Fjárhagsfærslur, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Almennt, veljið Bókuð fylgiskjöl án skjals á innleið.

    Glugginn Bókuð fylgiskjöl án skjals á innleið opnast og hann sýnir bókuð innkaupa- og söluskjöl án færslna fyrir skjöl á innleið sem tengjast fjárhagsfærslum á fjárhagsreikningi sem gluggninn var opnaður fyrir. Glugginn getur birt mest 1000 línur í einu. Sjálfgefið inniheldur reiturinn Dags.afmörkun því síu sem takmarkar línurnar við færslur með bókunardagsetningum frá upphafi bókhaldstímabils til vinnudagsetningar.

Til að tengja fundin skjöl við fyrirliggjandi færslur skjala á innleið

  1. Í glugganum Bókuð fylgiskjöl án skjals á innleið skal velja línu fyrir bókað skjal sem á að tengja við fyrirliggjandi færslu skjals á innleið.

  2. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Skjal á innleið veljið Velja skjal á innleið.

  3. Í Fylgiskjöl á innleið glugganum skal velja færslu fyrir skjal á innleið sem tengja á við bókað skjal sem fannst og velja svo hnappinn Í lagi.

    Í glugganum Bókuð fylgiskjöl án skjals á innleið er valin færsla skjals á innleið nú tengt við bókaða skjalið, eins og sjá má í upplýsingakassanum nFiles fyrir skjal á innleið.

  4. Ef viðkomandi færsla skjals á innleið er ekki til í glugganum Fylgiskjöl á innleið er hægt að stofna hana. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna skjöl á innleið.

Ábending

Sjá einnig