Upplýsingarnar sem færðar eru inn í færslubók eru til bráðabirgða og hægt er að breyta þeim meðan þær eru enn í bókinni. Þegar færslubókin er bókuð eru upplýsingarnar fluttar í færslur á einstökum reikningum.
Innfærsla og bókun eignafjárhagsbóka:
Í reitnum Leit skal færa inn Eignafjárhagsbækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Reitirnir eru fylltir út.
Í flipanum Aðgerðir veljið Bóka til að bóka færslurnar.
Ef villur finnast birtast boð. Leiðrétta þarf allar villur og fara síðan á flipann Aðgerðir og velja Bóka til að bóka aftur.
Ef gátmerki ver sett í reitinn Stemma á fylgiskjal í glugganum Sniðmát færslubóka kannar Microsoft Dynamics NAV einnig hvort öll fylgiskjalanúmerin í bókinni stemma.
Ef stofnaðar voru fjöldakeyrslur bóka er hægt að velja að bóka nokkrar eða allar þeirra með einni skipun í stað þess að bóka þær hverja fyrir sig.
Mikilvægt |
---|
Ef reiturinn Nota afritalista hefur verið valinn skal ekki nota númeraraðir í færslubókinni. Skilja skal reitinn Númer fylgiskjals eftir auðan ef númeraröðin í eignafjárhagsbókinni stemmir ekki við númeraraðirnar í eignabókinni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að forskoða fjárhagsstöðu fyrir bókun fjárhagsfærslubóka eignaHvernig á að reikna út úthlutanir í fjárhagsfærslubókum eigna
Hvernig á að setja sjálfgefna mótreikninga inn í fjárhagsfærslubækur eigna
Hvernig á að bóka margar runur fjárhagsfærslubóka
Hvernig á að prenta bókunarskýrslur