Ef um er að ræða þrjár afskriftabækur B1, B2 og B3 og afrita á færslur úr B1 í B2 og B3 er hægt að setja gátmerki í reitinn Hluti afritalista á afskriftabókaspjöldunum fyrir B2 og B3. Þetta getur komið að gagni ef afskriftabókin B1 er samþætt fjárhag og notar eignafjárhagsbókina og afskriftabækurnar B2 og B3 eru ekki samþættar fjárhag og nota eignabókina.

Þegar fært er í B1 í eignafjárhagsbókinni og gátmerki sett í reitinn Nota afritalista afritar forritið færsluna í bókina B2 og B3 í eignabókina þegar færslan er bókuð.

Til athugunar
Ekki er hægt að afrita í sömu færslubók og færslubókarkeyrslu og verið er að afrita úr. Ef bókaðar eru færslur í fjárhagseignabók er hægt að afrita þær í eignabókina eða í fjárhagseignabókina með því að nota aðra keyrslu.

Ekki er hægt að nota sömu númeraröð í eignafjárhagsbók og í eignabók. Þegar færslur eru bókaðar í eignafjárhagsbók verður reiturinn Númer fylgiskjals að vera auður. Ef númer er fært í reitinn afritar kerfið númerið í eignabókina og ekki verður hægt að bóka bókina fyrir en númeri fylgiskjals er breytt handvirkt.

Sjá einnig