Inniheldur númer verkhlutans sem verið er að setja upp. Mest má rita 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Þetta númer, ásamt Verk nr., auðkennir verkhlutann. Sé þetta númer fært inn í reitinn Verkhlutanr. verks fyrir færslubókarlínu (til dæmis þegar línan er bókuð) er það bókað á þennan verkhluta.
Í glugganum Verkhlutalínur verks verður að færa inn reikningsnúmerin í réttri röð, en hægt er að færa þau inn í hvaða röð sem er í glugganum Verkhlutaspjald verks. Þegar það er er þeim sjálfkrafa raðað þannig að tölustafirnir koma fyrst, síðan bókstafirnir, þá bókstafir ásamt tölustöfum og að lokum önnur tákn.
Dæmi
Eftirfarandi tafla sýnir númeraraðarskema fyrir tölvuuppsetningarverk.
Hvert númer verður að vera einkvæmt. Ekki er hægt að nota sama reikningsnúmerið tvisvar. Hægt er að stofna mörg verkhlutanúmer og þörf krefur.
Verknúmer | Lýsing |
---|---|
1000 | Tölvuuppsetning |
1010 | Setja upp stýrikerfi |
1020 | Setja upp rekla |
1030 | Setja upp netsamband |
1040 | Setja upp prentara |
1050 | Prófa tölvu |
1099 | Tölvuuppsetning í heild |
Skv. hönnun er mikið bil á milli verkhlutanúmera í dæminu. Þetta er gert svo að hægt sé að skjóta inn fleiri verkhlutum verks síðar. Í þessu dæmi lýkur flokkaskipun verkhluta á 00, og verkhlutar innan flokksins enda á 0.
Ekki er hægt að fylla út hina reitina í glugganum Verkhlutalínur verks fyrr en númer hefur verið tilgreint í reitnum Verkhlutanr. verks.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |