Með þessu ferli er hægt að gefa út reikning á viðskiptamann fyrir veitta þjónustu vegna ólíkra þjónustupantana. Reikningslínur eru stofnaðar fyrir vörur, forðastundir eða kostnað, sem þegar er búið að afhenda úr öðrum þjónustupöntunum en ekki er búið að reikningsfæra.
Sameinaðir reikningar búnir til:
Í reitinn Leit skal færa inn þjónustureikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustureikningur er stofnaður.
Tilgreina þarf viðskiptamann sem ætlunin er að gefa út reikning á og fylla út haus skjalsins.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Aðgerðir og velja svo Sækja afhendingarlínur. Glugginn Sækja þjónustuafhendingarlínur birtir allar afhentar línur sem ekki hafa verið reikningsfærðar fyrir tilgreindan viðskiptamann.
Í glugganum Sækja þjónustuafhendingarlínur eru valdar línur fyrir þjónustuna sem óskað er eftir að reikningsfæra og síðan velja hnappinn Í lagi til þess að færa inn þjónustuafhendingarlínurnar í reikninginn. Valdar línur eru afritaðar yfir í þjónustureikninginn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |