Hægt er að senda viðskiptamanni kreditreikning með verðlækkun hafi viðskiptamaðurinn fengið vörurnar lítillega skaddaðar eða of seint.
Hægt er að bóka þetta lægra verð sem kostnaðarauka á kreditreikningi eða vöruskilapöntun og úthluta því á bókaða afhendingu.
Eftirfarandi aðferð lýsir því hvernig eigi að bóka söluuppbót á sölukreditreikningi. Einnig er hægt að fylgja sömu aðferð til að bóka söluuppbót úr söluskilapöntun.
Til að bóka söluuppbót:
Í reitnum Leit skal færa inn Kreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Kreditreikningshausinn er fylltur út með öllum viðeigandi upplýsingum um viðskiptamanninn sem á að veita söluuppbót.
Á flýtiflipanum Línur í reitnum Tegund er valin Gjald (vara).
Í reitnum Nr. er valið viðeigandi kostnaðaraukavirði.
Gott gæti verið að stofna sérstakt kostnaðaraukanúmer fyrir söluuppbætur.
Fært er inn 1 í reitinn Magn.
Í reitinn Ein.verð er upphæð söluuppbótarinnar færð inn.
Söluuppbótinni er úthlutað sem vörugjaldi á vörurnar í bókuðu afhendingunni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að úthluta kostnaðarauka á söluskjöl. Þegar uppbótinni hefur verið úthlutað er snúið aftur í kreditreikningsgluggann.
Til að bóka söluuppbót:
Í glugganum Sölukreditreikningur, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Bókun, er valið Bóka.
Ef á að prenta kreditreikninginn um leið og bókað er, skal velja Bóka og prenta í staðinn.
Velja hnappinn Já eða, ef verið er að bóka vöruskilapöntun, velja Afhenda og reikningsfæra og velja svo Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |