Hægt er að færa inn vörugjöld eins og flutnings- eða afgreiðslugjöld og tengja þau við vörurnar sem þau tengjast.

Hægt er að færa kostnaðaraukann inn á mismunandi söluskjölum, til dæmis á sérstökum reikning eða á skjalinu þar sem varan sem kostnaðaraukinn tengist kemur fram.

Þegar kostnaðaraukinn hefur verið færður inn þarf að búa til tenginguna með því að úthluta kostnaðaraukanum á valdar vörur.

Hér á eftir er útskýrt hvernig kostnaðarauka er úthlutað á sölureikningi en hægt er að nota sömu aðferð á öðrum söluskjölum.

Úthlutun kostnaðarauka á söluskjöl:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Sölureikningur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Glugginn sölureikningur er opnaður þar sem kostnaðaraukinn var skráður á.

  3. Smellt er á reit á línunni sem kostnaðaraukinn var færður í.

  4. Á flýtiflipanum Línur er smellt á AðgerðirAction Menu icon og síðan smellt á Lína og Skipting kostnaðarauka valin. Glugginn Skipting kostnaðarauka (Sala) opnast.

    EF glugginn er opnaður af reikning með vörulínum eru úthlutunarlínurnar þegar útfylltar með efni reikningslínanna.

    Hægt er að nota aðgerð til að sækja bókaðar afhendingarlínur sem vörugjöldin tengjast.

  5. Á flýtiflipanum Línur skal velja AðgerðirAction Menu icon, velja Aðgerðir og velja svo Sækja afhendingarlínur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að sækja afhendingarlínur.

    Til athugunar
    Athygli er vakin á því að ef kostnaðaraukanum er úthlutað á sérstökum reikning verður að fylla gluggann út með þessari aðgerð.

    Nú er hægt að úthluta kostnaðaraukanum. Hægt er að láta Microsoft Dynamics NAV leggja til úthlutun sem síðan er löguð til eftir þörfum.

  6. Í Skipting kostnaðarauka (sala) glugganum er fyrsta úthlutunarlínan valin sem á að úthluta þessum kostnaðarauka.

    Til athugunar
    Ef ekki á að úthluta hluta kostnaðarauka á línu er hægt að sleppa 6. þrepi fyrir þá úthlutunarlínu.

  7. Í reitinn Magn til úthlutunar er ritaður einingafjöldi kostnaðaraukans sem á að úthluta á þessa línu. Hægt er að rita tugatölur í þennan reit ef, til dæmis, ritað er 1 í reitinn Magn á pöntuninni. Einnig er hægt að færa inn reiknireglu.

    Athygli er vakin á því að í glugganum Skipting kostnaðarauka (Sala) eru stöðureitir þar sem sést hve miklu er hægt að úthluta, hversu miklu hefur þegar verið úthlutað og hversu mikið er eftir til úthlutunar, bæði í magni og upphæðum.

Þegar reikningurinn er bókaður er úthlutunin gerð með því að stofna virðisfærslu vegna kostnaðaraukans og tengja hana við vörubókarfærslu sem samsvarar úthlutunarlínunni.

Ábending

Sjá einnig