Þegar bókuð er söluskilapöntun er hægt að aðskilja magn og virði hreyfingarinnar. Með öðrum orðum má bóka söluskilapöntunina sem móttekna, og þá uppfærist birgðahald í samræmi við það og stofnuð er bókuð söluskilamóttaka. Síðar má reikningsfæra söluskilapöntunina og uppfæra þar með birgðavirðið og stofna bókaðan sölukreditreikning.
Þessi sveigjanleiki á við mörg verk sem eru eins í mörgum fyrirtækjum, þar sem birgðahaldið sér um sendingu og móttöku vöru, en fjármáladeildin sér um reikningsfærslu vöru.
Stofnuð hefur verið innkaupaskilapöntun og búið er að senda vöruna aftur til vöruhúss.
Söluskilapöntun bókuð:
Í reitnum Leita skal færa inn Vöruskilapantanir sölu og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Söluvöruskilapöntun á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka.
Allt eftir stefnu fyrirtækisins, er einn eftirtalinna valkosta valinn.
Valkostur Lýsing Móttakist
Bókar vöruskilamóttöku. Starfsmaðurinn sem annast reikningsfærslu sér nú hvaða söluskilapöntun þarf að reikningsfæra. Þetta má gera með því að stofna sölukreditreikning og nota svo aðgerðina Sækja skilamóttökulínur.
Reikningur
Reikningsfærir söluvöruskilapöntun.
Móttaka og reikningsfæra
Bókar vöruskilamóttöku og reikningsfærir söluskilapöntunina.
Staða bókunarferlisins birtist í glugga.
Til athugunar |
---|
Aðferðin sem notuð er við að afgreiða skilavöru á líka að miðast við stefnu fyrirtækisins varðandi athugun á skilavöru frá viðskiptamönnun. Það er til dæmis ráðlegt að skoða og samþykkja skilavöru áður en söluskilapöntun er bókuð sem móttekin. Ef vörunni er hafnað við skoðun nægir að eyða söluskilapöntuninni. Hafi hinsvegar verið búið að bóka söluskilapöntunina sem móttekna og hafi varan síðan verið skoðuð og henni hafnað er hægt að reikningsfæra pöntunina og gefa svo út leiðréttingarreikning vegna sölu. Ráðlegt kann að vera að nota sérstaka aðstöðu til að geyma skemmda eða gallaða vöru sem þarf að skila aftur. Þannig er auðveldara að gera sér grein fyrir tiltækum birgðum og virði þeirra. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |