Hægt er að færa inn vörugjöld eins og flutnings- eða afgreiðslugjöld og tengja þau við vörurnar sem þau tengjast.

Hægt er að færa vörugjaldið inn í kerfið á sérstökum reikning eða á söluskjalinu þar sem vörurnar sem kostnaðurinn tengist eru birtar.

Þegar vörugjaldið hefur verið fært inn þarf að búa til tenginguna með því að úthluta vörugjaldinu á valdar vörur. Microsoft Dynamics NAV getur lagt til úthlutun vörugjalds á úthlutunarlínarnar sem valdar hafa verið. Síðan er hægt að laga tillöguna að þörfum einstakra notenda.

Leggja til úthlutun kostnaðarauka á söluskjöl

  1. Í reitnum Leit skal færa tegund söluskjals og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Söluskjalið sem kostnaðaraukinn var færður inn á er opnað.

  3. Línan með kostnaðaraukanum er valin. Á flýtiflipanum Línur er smellt á AðgerðirAction Menu icon og síðan smellt á Lína og Skipting kostnaðarauka valin. Glugginn Skipting kostnaðarauka (Sala) opnast.

  4. Úthlutunarlínurnar eru færðar inn í gluggann.

    Ef glugginn er opnaður úr skjali með birgðalínur eru þær línur sjálfkrafa settar inn í úthlutunarlínur.

    Einnig er hægt að bæta inn línum úr öðrum skjölum með aðgerðunum Sækja afhendingarlínur og Sækja vöruskilamóttökulínur.

  5. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leggja til kostnaðarauka. Svargluggi birtist.

    Í þessum svarglugga er úthlutaðir kostnaðaraukar lagðir til útfrá einum af tveimur forsendum, eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    ValNiðurstaða

    Jafnt

    Kostnaðaraukanum er úthlutað jafnt á allar úthlutunarlínur í úthlutunarglugganum.

    Upphæð

    Leggur til að kostnaðaraukanum sé úthlutað háð innihaldi reitanna Upphæð línu í upprunalegu línunum.

  6. Veljið einn af valkostunum og smellið á hnappinn Í lagi. Reiturinn Magn til úthlutunar fyllir í úthlutunarlínurnar með magninu sem lagt er til.

  7. Tölurnar í reitnum Magn til úthlutunar er lagað að þörfum notandans.

  8. Þegar skiptingu kostnaðarauka er lokið er farið aftur í aðalskjalið með því að styðja á takkann Esc. Skiptingin er gerð með því að stofna virðisfærslu vegna kostnaðaraukans og tengja hana við vörubókarfærslu sem samsvarar úthlutunarlínunni.

Ábending

Sjá einnig