Þegar viðskiptamaður kaupir nýja vöru og vill að hún sé innifalin í þjónustusamningi eða samningstilboði sem til er fyrir er hægt að skrá vöruna sem þjónustuvöru og bæta henni við samninginn eða samningstilboðið sem nýrri samningslínu.
Samningslínum bætt við þjónustusamning eða samningstilboð:
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal viðeigandi þjónustusamning eða þjónustusamningstilboð sem bæta á nýrri samningslínu við.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna þjónustusamninginn eða þjónustusamningstilboðið fyrir breytingar.
Á flýtiflipanum Sundurl. reikningur skal velja reitinn Heimila ójafnaðar upphæðir ef breyta á árlegri upphæð og skipta mismun árlegrar upphæðar handvirkt í samningslínunum. Annars skal hreinsa gátreitinn í reitnum Heimila ójafnaðar upphæðir. Það verður til þess að kerfið velur að skipta mismun árlegrar upphæðar sjálfkrafa í samningslínunum þegar árlegu upphæðinni hefur verið breytt.
Í flýtiflipanum lína rétt þjónustuvara eða vara, eða textalýsing sett inn í hverja samningslínu. Einnig er hægt að setja inn samningstilboðslínur. Hafa ber hugfast að hægt er að stofna marga samninga fyrir hverja þjónustuvöru til að hún verði tekin með í mismunandi þjónustusamningum eða samningstilboðum á sama tíma.
Staðfesta og leiðrétta númerin í reitunum Línuafsl.%, Afsl.upphæð línu, Svartími, Þjónustutímabil og öðrum reitum eftir þörfum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |