Hægt er að breyta árlegri upphæð þjónustusamnings eða samningstilboðs til að leiðrétta upphæðina sem verður reikningsfærð árlega.

Árlegri upphæð þjónustusamnings eða samningstilboðs breytt:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningur eða Þjónustsamningstilboðog velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal samninginn eða samningstilboðið sem breyta á árlegri upphæð fyrir.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna samninginn eða samningstilboð fyrir breytingar.

  4. Á flýtiflipanum Sundurl. reikningur skal velja gátreitinn Heimila ójafnaðar upphæðir ef breyta á árlegri upphæð og skipta mismun árlegrar upphæðar handvirkt í samningslínunum. Annars skal hreinsa gátreitinn í reitnum Heimila ójafnaðar upphæðir til að dreifa árlegum mismun sjálfkrafa á samningslínur eftir að ársupphæð hefur verið breytt.

  5. Efninu í reitnum Árleg upphæð er breytt eins og við á. Hvorki er hægt að undirrita. þ.e. breyta í þjónustusamning ef unnið er í samningstilboði, né læsa þjónustusamningnum ef árleg upphæð er neikvæð. Ef árlega upphæðin er sett á núll verður efnið í reitnum Reikningstímabil að vera Ekkert við undirritun eða þegar þjónustusamningi er læst.

  6. Eftir því hvort gátreiturinn í reitnum Heimila ójafnaðar upphæðir er valinn er keyrð annaðhvort handvirk eða sjálfvirk skipting á mismun árlegrar upphæðar. Þannig verða samningslínurnar uppfærðar á þann hátt að gildið í reitnum Reiknuð árleg upphæð verði jafnt nýju árlegu upphæðinni.

Ábending

Sjá einnig