Aðgerðin bókun þjónustu gerir skilvirka vinnslu á skjölum notandans mögulega og viðheldur árangursríkri stefnu í þjónustu við viðskiptamenn. Hægt er að búa til og uppfæra bókuð fylgiskjöl, og búa til fjárhagsfærslur í þjónustusvæði og öðrum einingum til þess að tryggja rétta uppfærslu.
Til athugunar |
---|
Eftirfarandi lýstir þjónustubókun burtséð frá því hvernig vörur eru efnislega meðhöndlaðar í vöruhúsinu. Í þeim birgðageymslum sem ekki þurfa vöruhúsaafgreiðslu er bókun framkvæmd beint úr glugganum Þjónustulínur. Í birgðageymslum sem nota vöruhúsaafgreiðslu eru bókunaraðgerðirnar, fyrir utan Afhenda og Nota, framkvæmdar óbeint með ýmsum afhendingaraðgerðum vöruhúsa, eftir uppsetningu. Nánari upplýsingar er að finna í Tína til vörur og Hvernig á að undirbúa afhendingar. |
Afhenda
Afhendingarvalkosturinn gerir kleift að skrá viðkomandi vörur og tímasetningu færslu í línur þjónustupöntunarinnar þegar þjónustu er lokið. Bókuð afhending er búin til og einingin Birgðir og aðrar einingar eru uppfærðar í Microsoft Dynamics NAV og gefur þannig til kynna að vörurnar hafi verið fjarlægðar úr birgðum og sendar viðskiptamanni. Einkum eru framleiddar birgðafærslur, virðisfærslur, þjónustufærslur og ábyrgðarfærslur.
Ef birgðageymslan er sett upp þannig að hún krefjist vöruhúsaafgreiðslu virka afhending og færsla þjónustulínuvara á sama hátt og í öðrum upprunaskjölum. Eini munurinn er sá að hægt er að nota þjónustulínuvörurnar við ytri eða innri vinnslu, sem krefst tvenns konar mismunandi afhendingarvirkni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að undirbúa þjónustulínuvörur fyrir vöruhúsaafgreiðslu.
Reikningur
Nota verður reikningsvalkostinn til þess að gefa út reikning til þess að færa þjónustu á kostnað viðskiptamanns. Yfirleitt er það mismunurinn á afhentu magni sem skráð er í virknina Bóka afhendingu og notað magn sem skráð er í virknina Bóka notkun sem er reikningsfært. Ekki er hægt að reikningsfæra það sem ekki er búið að afhenda. Þegar virknin Bóka reikninga er notuð er bókaður þjónustureikningur stofnaður og bókuð fylgiskjöl uppfærð til þess að gera þau samkvæm magninu sem skráð er í útgefinn reikning. Eins og gildir um aðrar bókunaraðferðir eru viðeigandi fjárhagsfærslur framleiddar og þar með taldar Fjárhagsfærslur.
Afhenda og reikningsfæra
Valkosturinn afhenda og reikningsfæra gerir kleift að gefa út þjónustuafhendingu og reikning á sama tíma.
Afhenda og nota
Með valkostinum Afhenda og nota er hægt að skrá og bóka vörur, kostnað eða klukkustundir sem farið hafa í þjónustu en ekki er hægt að hafa innifalda í reikningi til viðskiptamanns. Reikningur er ekki gefinn út, en hægt er að gefa út þjónustuafhendingu og þjónustunotkun samtímis til þess að gefa til kynna að viðskiptamaður hefur fengið vörur eða klukkustundir án endurgjalds. Hliðstæðar fjárhagsfærslur eru líka búnar til svo notkunin sé skráð.
Til athugunar |
---|
Þjónustubókunaraðferðin gerir kleift að stofna hlutabókun. Hægt er að stofna afhendingu að hluta eða reikning að hluta með því að útfylla reitinn Magn til afhendingar og reitinn Magn til reikningsf. í hverri þjónustulínu í þjónustubeiðnunum áður en þær eru bókaðar. Bent er á að ekki er hægt að búa til reikning fyrir eitthvað sem ekki er afhent. Það er, áður en hægt er að gefa út reikning verður að skrá afhendingu eða velja að afhenda og stofna reikning á sama tíma. |
Að bókun lokinni er hægt að skoða bókuð þjónustuskjöl í samsvarandi gluggum Bókuð þjónustuafhending og Bókaður þjónustureikningur. Bókaðar færslur sem búnar hafa verið til er hægt að sjá í ýmsum gluggum með bókuðum færslum, svo sem Fjárhagsfærslur, Birgðafærslur, Vöruhúsafærslur, Þjónustufærslur, Verkfærslur og Ábyrgðarfærslur.