Þegar vöruhúsið er sett þannig upp að það krefjist vöruhúsatínslu er aðeins hægt að afhenda vörur á grunni upprunaskjala sem aðrar fyrirtækiseiningar hafa gefið út á vöruhúsið til aðgerðar. Meðal upprunaskjala fyrir afhendingu eru sölupantanir, þjónustupantanir, innkaupavöruskilapantanir og millifærslur út.

Áður en vörur eru afhendar þarf annað hvort að opna afhendingarskjal sem bíður aðgerða eða stofna nýja afhendingu upp úr pöntunum sem hafa verið sendar vöruhúsinu og þarfnast aðeins venjulegs flýtis.

Til athugunar
Ef vöruhúsið notar hjáskipun og hólf fyrir hverja línu er hægt að skoða magn vara sem hafa verið settar í hjáskipunarhólf. Kerfið reiknar þetta magn sjálfkrafa í hvert sinn sem reitirnir í afhendingunni eru uppfærðir. Ef þær vörur tengjast afhendingunni sem verið er að undirbúa er hægt að stofna tínslu fyrir allar línurnar og ljúka síðan afhendingunni.

Stofna sendingu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vöruhúsaafhendingar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Reitirnir eru fylltir út fyrir hverja línu.

  3. Afhendingarhausinn er fylltur út. Ýtið á Ctrl+N til að fá auðan haus, skráið birgðageymslukóða og hólf, ef hólf eru notuð. Séu beinn frágangur og tínsla notuð skal færa inn svæðiskóta.

    Ef notaður er beinn frágangur og tínsla og afhenda á vörur með öðrum vöruhúsaflokkskótum en flokkskóta hólfsins í reitnum Hólfkóti í fylgiskjalshausnum verður að eyða innihaldi reitsins Hólfkóti í hausnum áður en upprunaskjalslínurnar eru sóttar fyrir vörurnar.

  4. Í flipanum Aðgerðir skal velja Sækja upprunaskjöl, og eitt eða fleiri upprunaskjöl. Eða valið Nota afmarkanir til að sækja uppr.skj. ef sækja á tilteknar afhendingarlínur, til dæmis fyrir tiltekinn viðskiptamann eða flutningsaðila. Hægt er að stofna afhendingarskjal með línum úr mörgum sölupöntunum.

    Ef gildinu í reitnum Hólfkóti er eytt í hausnum áður en línurnar eru sóttar þarf að færa inn viðkomandi hólfkóta í hverri móttökulínu.

Þegar línurnar sem á að senda eru komnar er hægt að hefja ferlið sem sendir línurnar til starfsmanna vöruhússins til tínslu.

Til athugunar
Eftirfarandi aðferð krefst þess að vöruhúsið sé sett þannig upp að það krefjist tínsluvinnslu og einnig afhendingarvinnslu.

Tínt og sent:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vöruhúsaafhendingar og velja síðan viðkomandi tengil. Veljið vöruhúsaafhendinguna sem á að vinna með.

  2. Í glugganum Vöruhúsaafhending veljið Stofna tínslu.

  3. Fylla inn í reitina í beiðniglugganum og velja svo hnappinn Í lagi. Allir reitirnir eru valfrjálsir.

  4. Í reitnum Leit skal færa inn Tínslur og velja síðan viðkomandi tengil. Veljið vöruhúsatínsluna sem á að vinna með.

    Ef vöruhúsið er sett upp þannig að það noti hólf hefur tínslulínunum verið breytt í Taka og Setja aðgerðalínur.

    Hægt er að raða línunum, úthluta starfsmanni tínslunni, setja einingaskiptaafmörkun, ef beinn frágangur og tínsla er notuð, og prenta leiðbeiningarnar.

  5. Framkvæma eiginlega vörutínslu og setja vörurnar í tilgreint afhendingarhólf, eða á afhendingarsvæðið ef engin eru hólfin.

  6. Velja hnappinn Skrá tínslu.

    Reiturinn Magn til afhendingar og reiturinn Staða fylgiskjals á haus afhendingarskjalsins eru uppfærðir. Vörurnar sem tíndar hafa verið eru ekki lengur tiltækar til tínslu fyrir aðrar afhendingar eða innri rekstur.

  7. Prenta skal afhendingarskjölin, undirbúa afhendingarpakka og bóka afhendinguna.

Nánari upplýsingar um tínslu fyrir vöruhúsaafhendingar er að finna í Hvernig á að tína vörur fyrir vöruhúsaafhendingu.

Til athugunar
Einnig er hægt að nota tínsluvinnublaðið til að sameina nokkrar tínsluleiðbeiningar í einar (fyrir fleiri en eina afhendingu) og gera þar með tínslu í vöruhúsinu skilvirkari. Sjá gluggann Vinnublað tínslu fyrir nánari upplýsingar.

Ef verið er að bíða eftir tilteknum vörum og hjáskipun er notuð reiknar Microsoft Dynamics NAV í hverri afhendingar- eða tínslublaðslínu magnið af vörunni sem er í hjáskipunarhólfinu. Það uppfærir þennan reit í hvert skipti sem farið er úr afhendingarskjali eða vinnublaði eða þau opnuð.

Ábending

Sjá einnig