Hægt er prenta skýrsluna Viðhald - Næsta þjónusta til að skoða fyrir hvaða eignir er búið að áætla þjónustuheimsóknir. Einnig er hægt að nota þessa skýrslu þegar reiturinn Næsta þjónustudags. á eignspjöldunum er uppfærður.
Til að fylgja eftir þjónustuheimsóknum eigna:
Í reitnum Leit skal færa inn Viðhald - næsta þjónusta og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flýtiflipanum Valkostir skal færa inn upphafs- og lokadag.
Velja hnappinn Prenta til þess að prenta eða velja hnappinn Forskoðun til að sjá hana á skjánum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |