Ein leið til að setja upp þjónustukerfisfyrirtæki er að hafa staðlaða samninga við viðskiptamennina sem lýsa stigi þjónustu og þjónustuvæntingum. Hægt er að virkja slíkt kerfi með því að veita auðvelda leið til að stofna samningssniðmát sem innihalda nauðsynlegar upplýsingar, svo sem viðskiptamann, upphafsdagsetningu samnings og reikningstímabil.

Eftir að sniðmátið hefur verið sett upp er hægt að sérsníða samninginn til að fylgjast með þjónustutíma eða öðrum atriðum sem geta verið ólík milli viðskiptamanna. Einnig er hægt að setja samning upp handvirkt út frá þjónustusamningstilboði. Að lokum er hægt að breyta þjónustuverði til að fylgja afsláttum sem tiltekinn viðskiptamaður uppfyllir skilyrði fyrir, með því að tilgreina afsláttarupphæðina í glugganum Þjónustusamningur.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp sniðmát til að stofna staðlaða samninga og þjónustusamningstilboð.

Hvernig á að setja upp samningssniðmát

Stofna samning eða tilboð í glugganum Þjónustusamningur.

Hvernig á að búa til þjónustusamninga og þjónustusamningstilboð

Stofna þjónustutilboð fyrir væntanlegan viðskiptamann sem er ekki ennþá inni í kerfinu.

Hvernig á að setja upp sniðmát viðskiptamanns

Nota afslætti í þjónustutilboð eða samninga um varahluti eða þjónustukostnað, svo dæmi séu tekin.

Hvernig á að bæta við samningsafslætti

Tengja athugasemdir við tiltekna samninga.

Hvernig á að Skrá athugasemdir við þjónustusamning

Sjá einnig