Hugsanlegt er að tengiliðir eða verðandi viðskiptavinir biðji oft um tilboð. Þessir tengiliðir eða verðandi viðskiptamenn kunna að vera óskráðir sem viðskiptamenn í Microsoft Dynamics NAV. Til þess að hægt sé að breyta þessum beiðnum í þjónustutilboð þarf að stofna og skilgreina eitt eða fleiri viðskiptamannasniðmát. Síðan er hægt að nota sniðmátin á tilboðsstiginu þannig að ekki þurfi að stofna viðskiptamann. Sniðmátið er notað til að miðla upplýsingum sem krafist er þegar viðskiptamaður er stofnaður út frá tengiliðarspjaldi.
Uppsetning sniðmáts viðskiptamanns
Í reitnum Leit skal færa inn Sniðmát viðskiptamanns og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýtt sniðmátsspjald viðskiptamannser stofnað. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Á flýtiflipanum Almennt á sniðmátsspjaldi viðskiptamanns er ritaður kóti og lýsing fyrir sniðmátið í reitina Kóti og Lýsing.
Aðrir reitir, til dæmis Lands/svæðiskóti, Umsjónarsvæðiskóti og Kóti tungumáls, eru notaðir sem leitarskilyrði og þá má fylla út.
Fylla þarf út reitina Alm. viðsk.bókunarflokkur og Bókunarflokkur viðskm..
Aðra reiti er ekki nauðsynlegt að fylla út og aðeins skal fylla þá út ef tilgreina á upplýsingar fyrir þessa reiti.
Nú hefur sniðmát viðskiptamanns verið sett upp.
Skrefin eru endirtekin fyrir hvert sniðmát viðskiptamanns sem á að stofna.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |