Nota má gluggann Sniðmát þjónustusamnings til að setja upp þjónustusamningssniðmát sem forskilgreindar uppsetningar samninga sem ná yfir algengustu atriði þjónustusamnings. Þegar þjónustusamningstilboð er stofnað er hægt að gera það með sniðmáti. Kerfið fyllir sjálfkrafa út reiti í samningstilboðinu út frá efni samsvarandi reita í sniðmátinu.

Uppsetning samningssniðmáts

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningssniðmát og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Nýtt þjónustusamningssniðmát er stofnað. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Í reitinn Nr. á flýtiflipanum Almennt er fært inn númer fyrir samningssniðmátið.

    Hafi númeraröð fyrir þjónustupantanir verið sett upp í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er einnig hægt að styðja á færslulykilinn þannig að kerfið færi inn næsta lausa samningssniðmátsnúmer. Hinir reitirnir eru fylltir út, ef það á við.

  4. Á flýtiflipanum Reikningur er fyllt út reitinn Reikn.flokkskóti þjón.samnings, Reikningstímabil o. s. frv. Hinir reitirnir eru fylltir út, ef það á við.

  5. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Samningssniðmát, skal velja Þjónustuafsláttur til að bæta við þjónustuafsláttum.

Ábending

Sjá einnig