Hægt er að bæta við samningsafsláttum af þjónustu vegna samningstilboða og þjónustusamninga. Afslátturinn getur átt við varahluti í tilteknum þjónustuvöruflokkum, vinnustundum forða í tilteknum forðaflokkum og á tilteknum þjónustukostnaði.
Samningsafslætti bætt við þjónustusamningstilboð
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningstilboð og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið tilboð sem á að bæta afslætti við.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Tilboð, skal velja Þjónustuafsláttur. Glugginn Samnings/þjónustuafsláttur opnast.
Til að búa til nýjan samningsafslátt skal á flipanum Heim í flokknum Nýtt velja Nýtt.
Fyllið út í reitina í glugganum Samnings/þjónustuafsláttur.
Skrefin eru endurtekin fyrir hvern þjónustuafslátt sem á að bæta við samningstilboðið sem valið var.
Til að bæta samningsafslætti beint við þjónustusamning eru farnar svipaðar leiðir í glugganum Þjónustusamningalisti.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |