Tilgreinir birgðageymsluna þaðan sem framl.pöntunaríhlutirnir verða teknir ef birgðageymsla hefur ekki verið tiltekin á birgðaeiningaspjaldinu.
Þessi reitur ásamt reitnum Birgðageymsla áskilin í glugganum Birgðagrunnur er mjög mikilvægur við að stjórna því hvernig kerfið fer með þarfalínur með/án birgðageymslukóta. Sjá Planning with/without Locations.
Fyrir framleiðslueftirspurn sem er keypt (þegar áætlunarkerfið er aðeins notað fyrir innkaupaáætlanir en ekki framleiðsluáætlanir) notar kerfið birgðageymsluna fyrir íhluti sem tekin er fram á framleiðslupöntuninni. Hins vegar er hægt að beina íhlutunum í aðra birgðageymslu með því að fylla í þennan reit.
Einnig er hægt að skilgreina þetta fyrir tiltekna birgðahaldseiningu með því að velja annan staðsetningarkóða í reitnum Íhlutir á staðnum á birgðahaldseiningaspjaldinu. Athugið samt sem áður að það er varhugavert þar sem áætlunnargrunnur kann að skekkjast þegar áætlun er gerð fyrir íhluti birgðahaldseininga.
Til athugunar |
---|
Ef þörf í birgðageymslum er áætluð oft á mismunandi staðsetningum þá er eindregið mælt með að nota birgðahaldseiningaaðgerðina. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |