Tilgreinir kóta flýtivísunar í vídd 4. Velja verður kóta fyrir flýtivísun í vídd 4 úr einum af víddarkótunum sem notandinn hefur sett upp í töflunni Vídd. Hægt er að velja nýjan kóta fyrir flýtivísun í vídd 4 eins oft og hver vill.
Flýtivísun í vídd er fljótleg og þægileg leið til þess að færa víddarupplýsingar beint inn í línur í færslubókum og sölu- og innkaupaskjölum. Í innkaupaskjali, til dæmis, er hægt að velja á flýtiflipa fyrir línur, smella á Aðgerðir, Velja dálka og velja flýtivísanir í víddir sem oftast eru notaðar í því tiltekna skjali. Nota þarf sérstakan víddarglugga til að færa inn víddarupplýsingar fyrir víddir sem ekki hafa verið valdar sem flýtivísanir.
Íhuga verður hvernig nota á flýtivísanir í víddir í fyrirtækinu. Hægt er að nota flýtivísanir í vídd eingöngu fyrir mest notuðu víddirnar. Hins vegar er einnig hægt að blanda saman notkun á flýtivísunum í vídd og sjálfgefnum víddum. Hugsanlegt er að skilgreint hafi verið sjálfgefið gildi fyrir mikið notaða vídd sem sjaldan er breytt eða sem notandinn getur ekki breytt. Þar sem víddargildinu er sjaldan breytt hefur notandinn lítinn ávinning af því að velja víddina sem flýtivísun í vídd. Því er gott að velja víddir sem er oft breytt og mikið notaðar sem flýtivísun í vídd.
Hægt er að greina upplýsingar um flýtivísunarfærslur rétt eins og aðrar víddir með aðgerðinni greiningaryfirlit .
Athugið að kerfið endurnefnir alla reiti fyrir flýtivísun í vídd 4 með þeim víddarkóta sem færður hefur verið inn fyrir þessa vídd í töflunni Vídd.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |