Tilgreinir ef bókarlínan verður jöfnuð við fylgiskjal sem þegar hefur verið bókað. Í slíku tilviki skal rita hér tegund fylgiskjalsins sem jafna á við.
Reiturinn er eingöngu notaður ef tegund reiknings er reikningur viðskiptamanns eða lánardrottins.
Mikilvægt |
---|
Ef jafna á bókarlínuna við fleiri en eina færslu samtímis verður að nota aðgerðina Setja kenni jöfnunar í staðinn fyrir þennan reit. Í þeirri aðgerð er reiturinn Tegund jöfnunar eða reiturinn Jöfnunarnúmer ekki notaður, heldur reiturinn Kenni jöfnunar. |
Bókarlína er jöfnuð, til dæmis, ef jafna á kreditreikning við bókaðan reikning, eða jafna þarf reikning við inngreiðslu.
Smellt er á reitinn til þess að skoða þær tegundir fylgiskjala sem hægt er að jafna við. Valið stendur um:
-
Auður
-
Greiðsla
-
Reikningur
-
Kreditreikningur
-
Vaxtareikningur
-
Innheimtubréf
-
Endurgreiðsla
Ef kreditreikningur verður jafnaður við reikning er Reikningur valinn og viðkomandi reikningsnúmer fært inn í reitinn Jöfnunarnúmer .
Ef reikningur verður jafnaður við inngreiðslu er Greiðsla valin og númer inngreiðslunnar fært inn í reitinn Jöfnunarnúmer.
Mikilvægt |
---|
Ef fylgiskjalsnúmer er valið í reitnum Jöfnunarnúmer fyllist reiturinn Jöfnunartegund sjálfkrafa út. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |