Opnið gluggann Jafna viðskm.færslur.
Gerir kleift að nota opnar færslur í viðskiptamannabók fyrir aðrar opnar færslur fyrir viðskiptamanninn í færslubókarlínum og söluskjölum eða í bókaðar, ójafnaðar færslur .
Þegar inngreiðsla berst frá viðskiptamanni eða framkvæmd er endurgreiðsla þarf að ákveða hvort greiðslan eða endurgreiðslan skuli jöfnuð við eina eða fleiri opnar kreditfærslur. Hægt er að tilgreina nákvæma upphæð sem á að nota. Til dæmis er einungis hægt að nota hluta greiðslunna og jafna þannig viðskiptamannafærslur aðeins að hluta. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að jafna viðskiptamannafærslur.
Mikilvægt er að loka (jafna) á einhverju stigi allar viðskiptamannafærslur til að fá réttar tölur um stöðu viðskiptamanna og útprentanir á bankareikningsyfirlitum og vaxtayfirlitum.
Hægt er að jafna færslur í viðskiptamannabók með ýmsum hætti á eftirfarandi þrjá vegu:
-
Með því að færa inn upplýsingar í færslubók.
-
Úr kreditreikningi eða vöruskilapöntun.
-
Þegar viðskiptamannabókarfærslur eru þegar bókaðar en ekki jafnaðar.
Glugginn Jafna viðskm.færslur samanstendur af tveimur hlutum:
-
Hausnum, sem sýnir upplýsingar um jöfnunarfærsluna og gefur notanda kost á að skoða eingöngu jöfnunarfærslurnar.
-
Línunum, þar sem ein lína er fyrir hverja hreyfingu. Ekki er hægt að breyta upplýsingunum í reitunum í línunni nema í reitnum Kenni jöfnunar þar sem hægt er að færa inn jöfnunarkenni ef það á við og reitnum Upphæð til jöfnunar þar sem hægt er að tilgreina nákvæma upphæð sem á að nota fyrir færsluna. Neðst í glugganum eru reitir með upplýsingum um færsluna sem verið er að jafna. Ekki er hægt að færa neitt inn í þessa reiti.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Hvernig á að ógilda jöfnun viðskiptamanna- eða lánardrottnafærslna
Hvernig á að jafna Viðskiptamannafærslur hver við aðra í mismunandi gjaldmiðlum
Hvernig á að skoða opnar jafnaðar viðskiptamannafærslur í glugganum Viðskm.færslur
Hvernig á að jafna viðskiptamannafærslur