Þegar inngreiðsla berst frá viðskiptamanni eða framkvæmd er endurgreiðsla þarf að ákveða hvort greiðslan eða endurgreiðslan skuli jöfnuð við eina eða fleiri opnar kreditfærslur. Hægt er að tilgreina nákvæma upphæð sem á að nota. Til dæmis er einungis hægt að nota hluta greiðslunna og jafna þannig viðskiptamannafærslur aðeins að hluta. Mikilvægt er að loka (jafna) á einhverju stigi allar viðskiptamannafærslur til að fá réttar tölur um stöðu viðskiptamanna og útprentanir á bankareikningsyfirlitum og vaxtayfirlitum.
Hægt er að jafna færslur í viðskiptamannabók með ýmsum hætti á eftirfarandi þrjá vegu:
-
Með því að færa inn upplýsingar í færslubók.
-
Úr kreditreikningi eða vöruskilapöntun.
-
Þegar viðskiptamannabókarfærslur eru þegar bókaðar en ekki jafnaðar.
Greiðsla jöfnuð við eina viðskiptamannsfærslu
Í reitnum Leit skal færa inn Inngreiðslubók og velja síðan viðkomandi tengil. Einnig er hægt að nota sölubók.
Í fyrstu bókarlínunni eru ritaðar viðeigandi upplýsingar um færsluna sem á að jafna.
Færa inn Greiðslu í reitinn Tegund fylgiskjals.
Færa inn Viðskiptamaður í reitinn Tegund reiknings.
Færa inn Bankareikning í reitinn Tegund mótreiknings.
Í reitnum Jöfnunarnúmer er reiturinn valinn til að opna gluggann Jafna viðskm.færslur.
Í glugganum Jafna viðskm.færslur er valin færsla til að jafna greiðsluna við.
Í reitinn Upphæð til jöfnunar er upphæðin sem jafna á við færsluna rituð. Ef engin færsla er rituð jafnar forritið sjálfkrafa við hámarksupphæðina. Neðst í glugganum Jafna viðskm.færslur má sjá upphæðina í reitnum Jöfnuð upphæð og einnig hvort jöfnunin stemmir.
Velja hnappinn Í lagi til að loka glugganum Jafna viðskm.færslur. Glugginn Inngreiðslubók sýnir nú færsluna sem færð hefur verið inn í reitunum Tegund jöfnunar og Jöfnunarnúmer.
Inngreiðslubókin er bókuð
Greiðsla jöfnuð við margar viðskiptamannafærslu:
Í reitnum Leit skal færa inn Inngreiðslubók og velja síðan viðkomandi tengil. Einnig er hægt að nota sölubók.
Í fyrstu bókarlínunni eru ritaðar viðeigandi upplýsingar um færsluna sem á að jafna.
Færa inn Greiðslu í reitinn Tegund fylgiskjals.
Færa inn Viðskiptamaður í reitinn Tegund reiknings.
Færa inn Bankareikning í reitinn Tegund mótreiknings.
Í reitnum Upphæð skal færa inn fulla greiðslu sem neikvæða upphæð.
Ef jafna á greiðslu við margar viðskiptamannafærslur í bókun, á flipanum Aðgerðir, í Aðgerðir hópnum, skal velja Jafna færslur.
Valdar eru línurnar með færslunum sem á að jafna færsluna við.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Jöfnun, skal velja Setja kenni jöfnunar.
Í hverri línu í reitnum Upphæð til jöfnunar er rituð upphæðin sem jafna á við einstaka færslu. Ef engin færsla er rituð jafnar forritið sjálfkrafa við hámarksupphæðina. Neðst í glugganum Jafna viðskm.færslur má sjá upphæðina í reitnum Jöfnuð upphæð og einnig hvort jöfnunin stemmir.
Smellt er á Í lagi til að loka glugganum Jafna viðskm.færslur.
Inngreiðslubókin er bókuð
Kreditreikningur jafnaður við eina viðskiptamannsfærslu:
Í reitnum Leit skal færa inn Sölu kreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal viðeigandi sölukreditreikning.
Til að jafna kreditreikninginn við eina viðskiptamannabókarfærslu þegar bókað er skal fara á flýtiflipann Jöfnun og í reitnum Jöfnunarnúmer skal svo velja færsluna sem jafna á greiðsluna við.
Í línunni í reitnum Upphæð til jöfnunar er rituð upphæðin sem jafna á við færsluna. Ef engin færsla er rituð jafnar forritið sjálfkrafa við hámarksupphæðina. Neðst í glugganum Jafna viðskm.færslur má sjá upphæðina í reitnum Jöfnuð upphæð og einnig hvort jöfnunin stemmir.
Smellt er á Í lagi til að loka glugganum Jafna viðskm.færslur. Glugginn Sölukreditreikningur sýnir nú færsluna sem færð hefur verið inn í reitunum Tegund jöfnunar og Jöfnunarnúmer. Og upphæð kreditreikningsins sem á að bóka, leiðrétta fyrir hugsanlegan greiðsluafslátt.
Kreditreikningurinn er bókaður.
Kreditreikningur jafnaður við margar viðskiptamannafærslur:
Í reitnum Leit skal færa inn Sölu kreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal viðeigandi sölukreditreikning.
Ef jafna á kreditreikning við margar viðskiptamannafærslur í bókun, á flipanum Aðgerðir, í Aðgerðir hópnum, skal velja Jafna færslur.
Valdar eru línurnar með færslunum sem á að jafna færsluna við.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Jöfnun, skal velja Setja kenni jöfnunar.
Í hverri línu í reitnum Upphæð til jöfnunar er rituð upphæðin sem jafna á við einstaka færslu. Ef engin færsla er rituð jafnar forritið sjálfkrafa við hámarksupphæðina. Neðst í glugganum Jafna viðskm.færslur má sjá upphæðina í reitnum Jöfnuð upphæð og einnig hvort jöfnunin stemmir.
Smellt er á Í lagi til að loka glugganum Jafna viðskm.færslur. Glugginn Sölukreditreikningur sýnir núna upphæð kreditreikningsins sem á að bóka, leiðrétta fyrir hugsanlegan greiðsluafslátt.
Kreditreikningurinn er bókaður.
Bókaðar viðskiptamannafærslur jafnaðar:
Í reitnum Leit skal færa inn Viðskiptamenn og velja viðkomandi tengil.
Opna skal viðskiptamannsspjald fyrir viðskiptamann með færslur sem á að jafna.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Ferill, skal velja Fjárhagsfærslur. Velja skal línuna með viðkomandi færslu.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Jafna færslur. Í glugganum Jafna viðskm.færslur má sjá opnar færslur fyrir viðskiptamanninn.
Valdar eru línurnar með færslunum sem á að jafna færsluna við. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Jöfnun, skal velja Setja kenni jöfnunar. Forritið setur inn þrjár stjörnur (***) - eða notandakennið í Kenni jöfnunar, ef notandi unnið er í kerfi með mörgum notendum.
Í hverja línu í reitnum Upphæð til jöfnunar er rituð upphæðin sem jafna á við færsluna. Ef engin færsla er rituð jafnar forritið sjálfkrafa við hámarksupphæðina. Hægt er að sjá upphæðina í reitnum Jöfnuð upphæð, neðst í glugganum Jafna viðskm.færslur.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Bóka jöfnun. Glugginn Bóka jöfnun birtist með fylgiskjalsnúmeri jöfnunarfærslunnar og nýjustu bókunardagsetningunni.
Velja hnappinn Í lagi til að bóka forritið.
Hafi bókaðar færslur leitt til lokaðra viðskiptamannafærslna þá eru þessar færslur hreinsaðar í reitnum Opin.
Til að sjá færslubókarfærslurnar skal fara í reitinn Leita og færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengil. Fletta að spjaldi fyrir viðeigandi viðskiptamann til að skoða fjárhagsfærslurnar.
Á færslulistanum sést að ekkert gátmerki er í reitnum Opin í línunni sem inniheldur færsluna sem jafnað var við að fullu.
Til athugunar |
---|
Eftir að færslan var valin úr glugganum Jafna viðskm.færslur, eða nokkrar færslur með því að setja kenni jöfnunar, inniheldur reiturinn Jöfnuð upphæð í bókarlínunni samantekt eftirstandandi upphæða í bókuðu færslunum sem voru valdar, nema reiturinn sé þegar útfylltur. Ef Jafna elstu er valið í reitnum Jöfnunaraðferð á viðskiptamannaspjaldinu verður greiðslan jöfnuð sjálfkrafa. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Hvernig á að leyfa leyfa sléttunarmismun við jöfnun færslna í mismunandi gjaldmiðlum
Hvernig á að setja upp fjárhagsreikninga fyrir sléttunarmismun reikninga
Hvernig á að jafna lánardrottinsfærslur
Verkhlutar
Hvernig á að leyfa jöfnun viðskiptamannafærslna í mismunandi gjaldmiðlumHvernig á að skoða Jafnaðar viðskiptamannafærslur í færsluglugganum
Hvernig á að skoða opnar jafnaðar viðskiptamannafærslur í glugganum Viðskm.færslur
Hvernig á að ógilda jöfnun viðskiptamanna- eða lánardrottnafærslna
Hvernig á að vinna úr inngreiðslum