Tilgreinir ef bókarlínan verður jöfnuð við fylgiskjal sem þegar hefur verið bókað. Í því tilviki skal rita hér númer fylgiskjalsins sem jafna á við.

Reiturinn er eingöngu notaður ef tegund reiknings er reikningur viðskiptamanns eða lánardrottins.

Mikilvægt
Ef jafna á bókarlínuna við fleiri en eina færslu samtímis verður að nota aðgerðina Setja kenni jöfnunar í staðinn fyrir þennan reit. Í þessari aðgerð er ekki notaður reiturinn Tegund jöfnunar eða reiturinn Á við skjal númer, en reiturinn Kenni jöfnunar er notaður í staðinn.

Bókarlína er jöfnuð, til dæmis, ef jafna á kreditreikning við bókaðan reikning, eða jafna þarf reikning við inngreiðslu.

Til að sjá opnar færslur skal velja reitinn.

Mikilvægt
Ef númer fylgiskjals er valið af listanum er reiturinn Tegund jöfnunar fylltur út sjálfkrafa.

Ef fylgiskjalsnúmerið er fært beint inn verður einnig að velja jöfnunartegund. Að öðrum kosti leitar kerfið að fylgiskjalsnúmeri þar sem tegund er ekki tilgreind.

Kerfið fyllir sjálfkrafa út í reitinn Upphæð ef 0 er í þeim reit þegar fyllt er út í reitina Jöfnunartegund og Jöfnunarnúmer. Innfærð upphæð verður:

Heildarupphæð skjalsins sem notað er að frádregnum veittum staðgreiðsluafslætti. Greiðsluvikmörk eru ekki tekin með í reikninginn.

Nánari upplýsingar um þetta má fá í Jafna viðskm.færslur.

Ábending

Sjá einnig