Sýnir gjaldmiðilskóta upphæðanna í færslubókarlínunni.

Kerfið sækir sjálfkrafa sjálfgefna gjaldmiðilskótann fyrir viðskiptamenn og lánardrottna í Viðskiptamaður eða Lánardrottinn þegar reiturinn Reikningur nr. er fylltur út. Reiturinn er auður ef enginn gjaldmiðilskóti er tilgreindur á viðskiptamanna- eða lánardrottnaspjaldi. Hægt er að breyta gjaldmiðilskótanum ef nota þarf annan gjaldmiðil en sjálfgefinn gjaldmiðil viðkomandi viðskiptamanns eða lánardrottins.

Upphæðin sem færð er í reitinn Upphæð í færslubókarlínunni er í þeim gjaldmiðli sem kótinn stendur fyrir. Forritið notar gjaldmiðilskóta og bókunardagsetningu í bókarlínu til að finna það gengi sem við á í töflunni Gengi gjaldmiðils. Þetta er það gengi sem forritið mun nota til að breyta upphæðum í bókarlínum í SGM og/eða annan skýrslugjaldmiðil.

Mikilvægt
Þegar bókað er á reikning viðskiptamanns eða lánardrottins í færslubókarlínu og notaður er bankareikningur í reitnum Reikningur nr. eða Mótreikningur nr. verður sami gjaldmiðill að vera notaður fyrir reikning viðskiptamanns eða lánardrottins og bankareikninginn.

Hægt er að sjá fyrirliggjandi gjaldmiðilskóða í töflunni Gjaldmiðill með því smella á reitinn.

Hægt er að skipta um gengi með því að velja á reitinn.

Ábending

Sjá einnig