Tilgreinir hvernig hægt er að reikningsfæra í erlendri mynt, bóka greiðslur í erlendri mynt, skrá gengismun og gera reikningsyfirlit í erlendri mynt. Einnig er hægt er að bóka greiðslu til viðskiptamanns eða lánardrottins í ótakmarkað mörgum gjaldmiðlum. Færslurnar sem verða til sýna gjaldmiðil hverra viðskipta.

Þessi tafla er notuð til að tengja ýmsar tegundir upplýsinga (eins og hvernig kerfið á að slétta reikninga í tilteknum gjaldmiðlum og á hvaða reikninga kerfið skuli bóka gengishagnað og -tap) við gjaldmiðilskóta. Einnig verður að setja upp gengi fyrir hvern gjaldmiðil í töflunni Gengi gjaldmiðils.

Þegar þessar upplýsingar hafa verið settar upp er hægt að setja inn sjálfgefinn kóta á spjaldi viðskiptamanns eða lánardrottins. Einnig er hægt að slá inn kóta gjaldmiðils í kótareiti gjaldmiðla annars staðar í kerfinu. Við bókun eða stofnun pantana, reikninga, kreditreikninga o.s.frv. notar kerfið þær upplýsingar sem kótinn vísar til.

Sjá einnig