Skráir upplýsingar um viðskiptamenn.

Í töflunni eru upplýsingar sem notaðar eru í margs konar aðgerðum sem eru ætlaðar til þess að halda kostnaði vegna viðskiptamanna í lágmarki. Til dæmis gerir aðgerð fyrir hámarksskuld, stöðu og greiðsluskilmála kerfinu kleift að gefa viðvörun um skuldir og gjaldfallnar upphæðir þegar farið er inn í sölupöntun. Ennfremur gera aðgerðir vegna greiðsluskilmála og vaxtaskilmála það kleift að innheimta vexti og/eða viðbótargjöld.

Í töflunni Viðskiptamaður er spjald fyrir hvern viðskiptamann þar sem tilgreindar eru grunnupplýsingar um viðskiptamanninn, svo sem nafn, aðsetur og afsláttur. Hver viðskiptamaður skal auk þess hafa númer sem er einstakt fyrir viðskiptamanninn. Þegar númer viðskiptamanns er tilgreint annars staðar í kerfinu (til dæmis á sölutilboði) notar kerfið sjálfkrafa upplýsingar úr töflunni Viðskiptamaður vegna þessa tiltekna viðskiptamanns.

Áður en hægt er að bóka á viðskiptamann þarf að setja upp tengingu milli spjalds viðskiptamannsins og efnahagsreiknings í bókhaldslyklinum. Koma verður á tengslum við rekstrarreikning. Þetta er gert með bókunarflokkum sem eru færðir inn í reitina Alm. viðsk.bókunarflokkur og Bókunarflokkur viðskm. Bókunarflokkarnir eru sett upp í töflunum Alm. viðskiptabókunarflokkur og Bókunarflokkur viðskm.

Þegar bókunarflokkarnir hafa verið stofnaðir er hægt að rita þá í reitina Alm. viðsk. bókunarflokkur og Bókunarflokkur viðskm. á viðskiptamannaspjöldum. Þegar síðan er bókað á viðskiptamannareikning eru viðeigandi færslur stofnaðar sjálfkrafa í tengdum fjárhagsreikningum. Fjárhagurinn er því alltaf í samræmi við stöðu viðskiptamanns.

Hægt er að bóka á reikning viðskiptamanns í ótakmörkuðum fjölda gjaldmiðla. Í viðskiptamannafærslunum kemur fram í hvaða gjaldmiðli hver færsla er.

Kerfið getur sýnt viðskiptamenn í tveimur mismunandi gluggum:

Sjá einnig