Tilgreinir hvernig skuli endurreikna næstu áætluðu þjónustudagsetningu fyrir þjónustuvörur í þjónustusamningum.

Litið er svo á að pöntunin tilheyri samningnum sem er með númerið í reitnum Samningsnr. í töflunni Þjónustuhaus. Bókun þjónustupöntunarinnar sem tilheyrir þjónustusamningnum og inniheldur þjónustuvöruna sem er þjónustuð samkvæmt sama þjónustusamningi leiðir til þess að gildið í reitnum Næsta áætl. þjónustudagsetning verður endurreiknað fyrir þá þjónustuvöru. Kerfið velur aðferð við endurreikning samkvæmt gildinu í reitnum Útreikningur næstu þjónustu.

Í þessum reit eru eftirfarandi valkostir: Áætlað og Raunverulegt.

Reitur Lýsing

Áætlað

Kerfið endurreiknar næstu áætluðu þjónustudagsetningu með því að bæta gildinu í reitnum Þjónustutímabil við fyrri næstu áætluðu þjónustudagsetningu. Í þessum útreikningi er ekki tekið tillit til síðustu raunverulegu þjónustudags.

Raunverulegt

Kerfið endurreiknar næstu áætluðu þjónustudagsetningu með því að bæta þjónustutímabili þjónustuvörunnar við gildið í reitnum Bókunardags. í síðustu bókuðu þjónustupöntun sem tilheyrir þjónustusamningnum og inniheldur þjónustuvöruna.

Ábending

Sjá einnig