Inniheldur númer tengiliðarins sem þjónustupöntunin er tengd við.

Þegar þjónustupöntun er stofnuð úr þjónustusamningi afritar kerfið númerið sjálfkrafa úr reitnum Samningsnr. í töflunni Haus þjónustusamnings.

Nánari upplýsingar um sjálfvirka stofnun þjónustupantana í tengslum við þjónustusamning má fá hér.

Þegar þjónustupöntun er stofnuð handvirkt er reiturinn auður. Hann helst auður jafnvel þótt þjónustuvörur sem samsvara þjónustusamningi séu settar inn. Þegar þessi pöntun hefur verið bókuð helst gildið í reitnum Næsta áætl. þjónustudagsetning í samningslínunum með þjónustuvörur pöntunarinnar óbreytt.

Ef þessi reitur er hins vegar ekki auður og þjónustupöntunin er bókuð er reiturinn Næsta áætl. þjónustudagsetning á samningslínunum með þjónustuvörum í pöntuninni endurreiknaður með reikningsaðferðinni sem tilgreind er í reitnum Reikningsaðferð næstu þjónustu í glugganum Þjónustukerfisgrunnur.

Ábending

Sjá einnig