Inniheldur einingarverð vöru, forða eða kostnaðar í þjónustureikningslínunni. Reiturinn Mælieining í línunni tilgreinir eininguna sem verðið á við.
Kerfið afritar verðið úr reitnum Ein.verð í glugganum Forðaspjald ef gildið í reitnum Tegund er Forði. Ef tegundin er Vara sækir kerfið verðið úr reitnum Ein.verð í Birgðaspjald. Ef tegundin er Kostnaður er einingarverðið afritað úr reitnum í Sjálfg. einingarverð í töflunni Þjónustukostn.
Einingarverðið er notað með reitnum Magn til að reikna út reitina Línuupphæð og Upphæð með VSK.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |