Tilgreinir upplýsingar um þjónustuvörur sem þarf að þjónusta í bókaðri þjónustupöntun. Til dæmis geta þjónustuvörur falið í sér raðnúmer, lýsingu, þjónustuvörunúmer, þjónustuvöruflokk, bilunarskýrslugerð, ábyrgð og svartíma.
Gildið sem var fært í reitinn Ein þjónustuvörulína á pöntun í glugganum Þjónustukerfisgrunnur ákvarðar hvort hægt sé að færa inn margar línur í þjónustupöntun.
Þegar þjónustupöntun er bókuð býr kerfið til bókaða þjónustuafhendingu og/eða þjónustureikning. Þjónustuvörulínurnar verða bókuðu þjónustuvörulínurnar í bókuðu þjónustuafhendingunni.