Hægt er að stofna þjónustupantanir sjálfkrafa til viðhalds þjónustuvöru á grunni þjónustusamnings.
Þjónustupantanir stofnaðar út frá samningum
Í reitnum Leita skal færa inn Stofna samn.þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flýtiflipanum Haus þjónustusamnings eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.
Farið er á flýtiflipann Valkostir og reitirnir Upphafsdagsetning og Lokadagsetning fylltir út með upphafs- og lokadagsetningu tímabilsins sem stofna á samningsþjónustupantanir fyrir. Keyrslan stofnar þjónustupantanir sem ná einnig til þjónustuvöru í þjónustusamningum með næstu áætluðu þjónustudagsetningum á tímabilinu.
Til athugunar Takmörk eru fyrir þeim dagafjölda sem má vera milli dagsetninga í hvert sinn sem keyrslan er framkvæmd. Þessi mörk eru stillt í reitnum Hám.dagafj. samn.þjón.pantana í glugganum Þjónustukerfisgrunnur. Í reitnum Aðgerð er valið að Stofna þjónustupöntun.
Velja hnappinn Í lagi til að stofna þjónustupantanirnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |