Inniheldur kóta bókunarflokksins sem úthlutað er á viðskiptamanninn. Kerfið notar þessar upplýsingar þegar þjónustuskjal er bókað.

Kerfið sækir kótann úr töflunni Viðskiptamaður þegar reiturinn Reikn.færist á viðskm. er fylltur út.

Kerfið velur hvaða fjárhagsreikninga tiltekin bókunaraðgerð hefur áhrif á í gegnum viðeigandi bókunarflokkskóta viðskiptamanns. Bókunarflokkur viðskiptamannsins tilgreinir reikninga fyrir útistandandi viðskiptamannakröfur, þjónustugjöld, greiðsluafslátt og upphæðir sléttaðra reikninga.

Upplýsingarnar um VSK-prósentu og reikninga (fyrir VSK, sölu, innkaup o.s.frv.) sem kerfið bókar færslur á, með mismunandi viðskiptamenn, lánardrottna, vörur og forða, eru tilgreindar í töflunni Alm. bókunargrunnur.

Til að viðhalda samræmi í VSK-kerfinu ætti að tilgreina rétta Alm. bókunartegund fyrir hvern fjárhagsreikning.

Ábending

Sjá einnig