Tilgreinir hvaða reikninga eigi að nota til að bóka sölu, innkaup, afslátt, kostnaðarverðmæti sölu og leiðréttingu birgða. Einnig er hægt að setja upp bráðabirgðareikninga þar sem hægt er að bóka væntanlegar færslur.
Almennur bókunargrunnur felst í því að sameina almenna viðskiptabókunarflokka og almenna vörubókunarflokka. Samsetningar mega vera eins margar og með þarf, auk þess sem tengja má fjárhagsreikninga við hverja samsetningu.
Að svo búnu og þegar lína í færslubók eða innkaupa- eða sölulína er útfyllt kannar kerfið gluggann Alm. bókunargrunnur þannig að fyrir liggi hvaða reikninga skuli nota vegna þessarar tilteknu samsetningar viðskipta- og framleiðsluhóps.