Tilgreinir almennu bókunartegundina sem er notuð þegar bókað er á þennan reikning. Kótinn skilgreinir hvort reikningurinn sé aðeins notaður í tengslum við sölu- eða innkaupahreyfingar eða með hvoru tveggja.

Kerfið notar reitinn Alm. bókunartegund ásamt reitunum VSK viðsk.bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur til að finna reikninginn sem forritið bókar virðisaukaskattinn á.

Reiturinn Alm. bókunartegund ætti aðeins að fylla út fyrir tekju- og útgjaldareikninga þar sem VSK kemur við sögu. Fyrir aðra reikninga er valið Auður.

Smellt er á reitinn til þess að skoða þær almennu bókunartegundir sem völ er á.

<Auður>

Velja skal þennan kost fyrir reikninga sem eru notaðir í viðskiptum sem ekki þarf að reikna virðisaukaskatt af.

Innkaup

Velja skal þessa aðgerð ef nota á reikninginn í tengslum við innkaup. Kerfið notar upplýsingarnar til að reikna út réttan VSK-innskatt og bóka hann á reikninginn fyrir VSK-innskatt.

Sala

Velja skal þessa aðgerð ef nota á reikninginn í tengslum við sölu. Kerfið notar þessar upplýsingar til þess að reikna út réttan útskatt og bóka hann á útskattsreikning.

Ef ekkert er valið verður Alm. bókunartegund Autt.

Þegar bókaðar eru færslur á þennan reikning býr kerfið sjálfkrafa til færslur í töfluna VSK-færsla, nema reiturinn Alm. bókunartegund sé auður.

Ábending

Sjá einnig