Tilgreinir hve margar einingar (eins og stykki, kassar eða dósir) vörunnar eru í birgðum.
Viðbótarupplýsingar
Kerfið reiknar og uppfærir sjálfkrafa efni reitsins með hliðsjón af reitnum Magn í töflunni Birgðafærsla.
Hægt er að afmarka reitinn þannig að það sem er í honum sé eingöngu reiknað á grunni eftirfarandi:
-
Gildi altækrar víddar 1
-
Gildi altækrar víddar 2
-
Birgðageymslur
-
Vöruafbrigði
-
Lotunúmer
-
raðnúmer
Einnig er hægt að setja afmörkun í reitinn Bein sendingarafmörkun svo að innihald reitsins Birgðir verði reiknað eftir vörunum sem verða afhentar sem bein sending.
Smellt er á uppflettihnappinn hægra megin við reitinn til að skoða þær birgðafærslur sem mynda þá tölu sem sýnd er.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |