Skilgreinir lagermagn sem á að vera í birgðum til að mæta sveiflum í eftirspurn og framboði á enduráfyllingartíma vörunnar.

Viðbótarupplýsingar

Reiturinn Magn í öryggisbirgðum er notaður á eftirfarandi hátt í áætlunarútreikningum þegar áætluð tiltæk staða er undir öryggismarki birgða:

  • Forritið stofnar pöntunartillögu sem er tímasett afturvirkt frá dagsetningu þarfarinnar sem orsakaði lækkun áætlaðrar stöðu til ráðstöfunar.
  • Pöntunartillögumagnið færir áætlaða stöðu til ráðstöfunar að minnsta kosti upp á stigið sem tilgreint er með reitnum Magn í öryggisbirgðum.
    Til athugunar
    Lokapöntunartillögumagnið kann enn fremur að verða leiðrétt vegna viðbótarþarfa í tímarammanum, áhrifa endurpöntunarstefnu og magnbreytingarreitanna Lágmarksmagn pöntunar, Hámarksmagn pöntunar og Fjöldapanta.

Öryggisbirgðamagnið verður alltaf að vera undir endurpöntunarmarki.

Ef reiturinn er hafður auður er magn vörunnar í öryggisbirgðum stillt á núll. Ef neikvæð tala er færð inn verður gildið hunsað.

Þótt magn öryggisbirgða sé tekið frá til þess að bregðast við sveiflum er mögulegt að áætlunarkerfið noti það til þess að mæta eftirspurn sem hefði að öðrum kosti ekki verið hægt uppfylla á skiladegi. Í þessu tilfelli tryggir áætlunarkerfið að öryggisbirgðir séu endurnýjaðar með því að leggja til fráviksafhendingarpöntun til þess að fylla á magn öryggisbirgða á þeim degi er þær verða notaðar. Áætlunarlínan mun sýna fráviksviðvörun sem skýrir að öryggisbirgðir hafi verið notaðar að hluta eða að fullu og þarfnist áfyllingar.

Ábending

Sjá einnig