Tilgreinir lagermagn sem ákveður birgðastigið sem varan þarf að fara niður fyrir til að hún verði endurpöntuð. Hægt er að stilla endurpöntunarmarkið til jafns við ráðgerða eftirspurn á áfyllingartímanum.
Viðbótarupplýsingar
Reiturinn Endurpöntunarmark gegnir eftirfarandi hlutverki í áætlunarútreikningum þegar áætlaðar birgðir eru jafnar eða undir endurpöntunarmarkinu.
-
Forritið stofnar pöntunartillögu sem er tímasett framvirkt frá dagsetningu þarfarinnar sem orsakaði lækkun áætlaðrar stöðu til ráðstöfunar nema þegar sé búið að gera framboðspöntun.
-
Pöntunartillögumagnið færir áætlaða stöðu til ráðstöfunar að minnsta kosti upp á stigið sem tilgreint er með reitnum Endurpöntunarmark.
Lokapöntunartillögumagnið kann enn fremur að verða leiðrétt vegna viðbótarþarfa í tímarammanum, áhrifa endurpöntunarstefnu og magnbreytingarreitanna: Lágmarksmagn pöntunar, Hámarksmagn pöntunar og Fjöldapanta.
Til athugunar |
---|
Endurpöntunarmark verður alltaf að vera yfir öryggisbirgðamagni. |
Ef reiturinn er hafður auður setur forritið magn endurpöntunarmarks vörunnar á núll.
Athuga skal að reiturinn er óvirkur þegar valdar eru endurpöntunarstefnur Pöntun og Lotu-fyrir-lotu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |