Opnið gluggann Raunbirgðalisti.

Sýnir lista yfir línurnar sem hafa verið reiknaðar út í glugganum Raunbirgðabók . Skýrsluna má nota við raunbirgðatalningu til að merkja eiginlegt magn á lager í vöruhúsi og bera saman við það sem skráð er í kerfinu.

Reiknað vörumagn birtist ekki sjálfkrafa í skýrslunni. Hægt er að hafa efnið í þessum reit með í skýrslunni með því að setja merki í gátreitinn Sýna magn (útreiknað).

Ef valið er að sýna lotu og raðnúmer í skýrslunni með valkostinum Sýna lotu-/raðnúmer ræðst birting upplýsinga um vörurakningu á uppsetningu staðsetningarinnar og vörunnar:

• Ef staðsetningin notar ekki hólf birtir skýrslan öll tiltæk lotu- og raðnúmer fyrir hverja vöru í birgðum á staðsetningunni.

• Ef staðsetningin notar hólf og vörurakningarkóti vörunnar er settur upp fyrir rakningu á sérstakt vöruhús birtir skýrslan lotu- og raðnúmer hvers hólfs.

• Ef staðsetningin notar hólf og vörurakningarkóti vörunnar er ekki settur upp fyrir rakningu á sérstakt vöruhús birtir skýrslan aðeins útdrátt hverrar vöru í öllum lotu- og raðnúmerum í birgðum á staðsetningunni.

Til athugunar
Ef Reikna birgðir er keyrt í Raunbirgðabók með valkostinum að sýna vörur sem eru ekki í birgðum birtir kerfið allar færslur í færslubókinni, jafnvel þær sem hafa ekkert magn í birgðum. Ef þessi keyrsla er síðan keyrð með valkostinum að sýna lotu- og raðnúmer birtir skýrslan öll lotu- og raðnúmer núllbirgðavara sem áður hafa verið notaðar en eru ekki lengur í birgðum. Fyrir þær vörur sem eru í birgðum sýnir skýrslan aðeins lotu- og raðnúmerin sem er í birgðum eins og er.

Valkostir

Sýna magn (útreiknað): Merki er sett í gátreitinn ef skýrslan á að sýna útreiknað vörumagn.

Sýna lotu-/raðnr.: Gátmerki er sett í þennan reit ef skýrslan á að sýna lotu- og raðnúmer.

Ábending

Sjá einnig